Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2012 01:16

Skagamenn búnir að tryggja sæti sitt í 1. deild að ári

Skagamenn og Selfyssingar mættust á Akranesi í miklivægum leik í 1. deildinni í körfunni í gærkveldi. Bæði lið höfðu fyrir leikinn verið í ströggli eftir áramótin, Selfyssingar tapað þremur af síðustu fimm leikjum og Skagamenn með fimm tapleiki í röð.  Bæði lið voru því í þeirri stöðu að vera í fallbaráttu en Skagamenn gátu með sigri tryggt sæti sitt í 1. deildinni að ári. Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið ætluðu sér sýnilega að landa sigri.  Að loknum fyrsta leikhluta leiddu heimamenn með 20 stigum gegn 17 og í hálfleik var staðan 42 stig fyrir ÍA gegn 40 stigum FSu. Það var því ljóst að stefndi í harða baraáttu. Seinni hálfleikur var svo í höndum heimamanna sem náðu mest 23ja stiga forystu í leiknum og þegar flautað var til leiksloka höfðu heimamenn betur með 95 stigum gegn 83.

Hjá heimamönnum var Terrence Watson stigahæstur með 29 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar, Áskell Jónsson setti niður 19 stig og gaf 8 stoðsendingar. Birkir Jónsson var með 17 stig, þar af fimm 3ja stiga körfur úr 7 tilraunum auk þess að taka 6 fráköst og Hörður Nikulásson skoraði 15 stig. Hjá gestunum var Sæmundur Vilmundarson stigahæstur með 16 stig, Steven Crawford kom næstur með 15 stig. Á eftir þeim komu Borgfirðingurinn Orri Jónsson með 13 stig og 7 stoðsendingar.

 

Selfyssingar eru því enn í baráttu um að halda sæti sínu í deildinni, tveimur stigum fyrir ofan ÍG þegar tvær umferðir eru eftir á meðan heimamenn í ÍA tryggðu sæti sitt í 1. deildinni að ári og er þetta í fyrsta sinn síðan 2001 sem liðið nær að halda sæti sínu í deildinni milli ára. Árið 2001 endaði ÍA í 8. sæti fyrstu deildar en féll svo ári síðar. Við tóku tvö tímabil í 2. deild en liðið vann sér sæti í 1. deildinni árið 2004. Liðið féll svo árið 2005 í 2. deild en vann sér svo aftur sæti í 1. deild árið 2009 með því að sigra 2. deildina. Liðið féll þó aftur niður í 2. deild árið 2010 en vann sæti sitt aftur strax ári síðar.

 

Það ríkir því mikil gleðið í herbúðum ÍA í gær. Ekki skemmdi fyrir að enn er til staðar veik von um að ná 5. sæti deildarinnar sem gefur þátttökurétt í umspili um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Vonin er veik en tölfræðilega er möguleikinn til staðar. Síðasta heimaleikur ÍA liðsins er næstkomandi föstudag á móti Breiðabliki. Þar verður tekist á um síðasta lausa sætið fyrir umspil um sæti í úrvalsdeild næsta tímabil þegar tvær umferðir eru eftir. Það eru því spennandi tímar framundan í körfunni á Akranesi það sem eftir lifir þessa tímabils og á því næsta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is