Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2012 06:38

Efna til þriðju Mýraeldahátíðarinnar í apríl

Búnaðarfélag Mýramanna í samstarfi við kvenfélögin í gamla Álftanes- og Hraunhreppi munu halda hina vinsælu Mýraeldahátíð laugardaginn 14. apríl næstkomandi. Þetta er í þriðja skipti sem efnt er til hátíðarhalda en með þeim vilja heimamenn minnast sinueldanna miklu sem geisuðu í byrjun apríl 2006. Mýramenn héldu hátíðina síðast árið 2010 og þar áður 2008. Skipuleggjendur voru fullir tilhlökkunar þegar Skessuhorn setti sig í samband við þá á dögunum. Að sögn Halldórs Gunnlaugssonar bónda á Hundastapa var einhugur í hópi aðstandenda hátíðarinnar á fundi fyrir áramót þegar rætt var um hvort halda skyldi hátíðina í þriðja sinn. „Ef menn gátu tekið að sér slökkvistarf um nokkurra daga skeið samhliða búrekstri, þá er það nú minnsta sem við getum gert að efna til hátíðarhalda eina helgi,“ sagði Halldór.

 

 

 

 

,,Hátíðinni hefur verið afar vel tekið og góður rómur víða gerður að henni. Samkvæmt okkar tölum þá mættu um 800 manns á hátíðina þegar hún var fyrst haldin árið 2008 og um þúsund árið 2010 þegar hún var haldin síðast. Vegna þess fjölda sem mætti fyrsta árið urðum við að stækka bílastæðið við félagsheimilið Lyngbrekku, þar sem hátíðin er haldin, í aðdraganda 2010 hátíðarinnar. Kom á daginn að það dugði ekki til og því þurfum við að stækka aftur fyrir hátíðina í ár,” segir Halldór sem bætir því við að Mýramenn láti ekki deigan síga við að redda hlutunum. ,,Hátíðinni verður hálfpartinn startað fimmtudagskvöldið 12. apríl þegar flutt verður fræðsluerindi í Lyngbrekku en þemað í ár eru sjálfbærni og orkumál. Við teljum að það sé mikilvægt að skoða þessi mála sökum þess hve verð á orku og eldsneyti hefur hækkað undanfarin misseri.”

Á hátíðinni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Annar skipuleggjandi hátíðarinnar, Sigurjón Helgason bóndi á Mel, sagði við blaðamann að sýning verði á landbúnaðarvélum, gömlum og nýjum. Sveitamarkaður verður haldinn þar sem bændur og búalið á Mýrum og víðar hafa til sölu margskonar varning, fyrirtæki verða með kynningar og þá verður eitthvað ,,húllumhæ” fyrir gesti, jafnt börn sem fullorðna. Á laugardagskvöldinu verður svo haldin kvöldvaka í Lyngbrekku þar sem á dagskránni verður söngur, gamanmál, kvikmyndasýning og loks ball með valinkunnri hljómsveit.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is