Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2012 11:01

Um dánartíðni og ævilengd Íslendinga

Árið 2011 létust 1.985 einstaklingar sem búsettir voru hér á landi, 998 karlar og 987 konur. Dánartíðni var 6,2 látnir á hverja 1.000 íbúa og lækkaði lítillega frá árinu 2010. Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að ungbarnadauði á Íslandi var 0,9 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum árið 2011 en var 2,2 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum árið 2010. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn lágur og hér árið 2010. Árið 2011 gátu nýfæddir drengir vænst þess að ná að meðaltali 79,9 ára aldri, en stúlkur 83,6 ára aldri. Á fimm ára tímabili frá 2006-2010 var meðalævi karla 79,4 ár en kvenna 83,1 ár.

 

 

 

 

Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mjög á undanförnum árum. Frá árinu 2000 hafa þeir bætt við sig rúmlega tveimur árum í meðalævilengd. Árið 2010 var meðalævilengd íslenskra karla 79,5 ár og skipuðu þeir þriðja sætið meðal Evrópuþjóða það ár. Í fyrsta sæti voru karlar í Sviss en þar gátu nýfæddir drengir vænst þess að verða 79,9 ára. Styst er meðalævilengd evrópskra karla í Úkraínu (62,0 ár), Rússlandi (62,8 ár) og Hvíta-Rússlandi (64,7 ár).

 

Lengi vel voru lífslíkur íslenskra kvenna hæstar í heiminum en þær hafa dregist nokkuð afturúr stallsystrum sínum í Evrópu á þessari öld. Ástæðan fyrir því er sögð hraðari aukning ævilengdar í nokkrum Evrópulöndum. Árið 2010 var meðalævilengd íslenskra kvenna 83,5 ár og skipuðu þær níunda sætið meðal Evrópuþjóða. Elstar evrópskra kvenna verða konur á Spáni (85,3 ár), Frakklandi (85,0 ár) og Sviss (84,6 ár). Meðalævilengd evrópskra kvenna er styst í Moldóvu (73,4 ár) og Úkraínu (74,3 ár).

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is