Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2012 02:18

Menningarráð Vesturlands úthlutaði 27,6 milljónum til menningarmála

Menningarráð Vesturlands hélt sína árlegu úthlutun úr sjóðnum síðastliðinn föstudag við athöfn í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi.  Við athöfnina voru flutt tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Akranesi auk þess sem nemendur úr Grundaskóla sýndu brot úr nýrri leiksýningu sem frumsýnd var sl. laugardag og nefnist Nornaveiðar. Þetta var í sjöunda sinn sem Menningarráð Vesturlands úthlutar styrkjum en ráðið var stofnað í árslok 2005 á grundvelli samnings á milli sveitarfélaga á Vesturlandi og ríkisins. Framlög ríkissjóðs til ráðsins voru að þessu sinni 22,4 milljónir króna sem er nokkur lækkun frá árinu 2011.  Sveitarfélögin á Vesturlandi lögðu hinsvegar ellefu milljónir til ráðsins sem er eilítil hækkun frá árinu áður.  Nú komu til úthlutunar 27,6 milljónir króna. 

Í ávarpi Jóns Pálma Pálssonar formanns stjórnar menningarráðs kom m.a. fram að uppreiknað til dagsins í dag eru styrkveitingar Menningarráðs Vesturlands orðnar um 200 milljónir króna frá upphafi. „Þetta er fjárhæð sem þessi skiptir máli í samfélaginu á Vesturlandi og er örugglega mikill hvati þegar kemur að skipulagningu og ákvörðunum um ýmsa menningarviðburði. Þess höfum við í menningarráðinu svo sannarlega orðið vör við,“ sagði Jón Pálmi.

 

Menningartengd ferðaþjónusta styrkt sérstaklega

Umsóknir til menningarráðs í ár voru 151 talsins að fjárhæð um 108 milljónir króna. Fram kom að umsóknum hefur fjölgað lítillega á milli ára. „Mörg þeirra verkefna sem menningarráðið hefur styrkt undanfarin ár hafa vakið mikla athygli, verið vel sótt og eru fagmannlega unnin. Þessi verkefni auðga mannlíf og draga fram margt jákvætt í umhverfi sínu. Allt þetta sannfærir okkur enn frekar um hversu gríðarlega mikilvægur samningurinn við ráðuneytin er okkur Vestlendingum. Það ber að þakka,“ sagði Jón Pálmi Pálsson. Hann upplýsti jafnframt að stjórn Rafmagnsveitna ríkisins (Rarik) hefur samþykkt að styrkja menningarmál á Vesturlandi á árunum 2012 og 2013 með veglegu fjárframlagi, samtals tveimur milljónum króna. Var ritað undir samkomulag þess efnis milli formanns menningarráðs og Jóns Þórs Haraldssonar forstjóra Rarik. Jón Pálmi upplýsti jafnframt að þessu viðbótarfé hafi menningarráð samþykkt að verja til sérstaks verkefnis sem nýtast mun öllum Vestlendingum. Það eru verkefni sem Markaðsstofa Vesturlands mun vinna að og tengist sér í lagi menningartengdri ferðaþjónustu. Samningar þar að lútandi var einnig undirritaður við athöfnina.

 

Úthlutun fleiri styrkja á könnu Menningarráðs

Í ávarpi sínu gat Jón Pálmi þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú gert samning við flest landshlutasamtök sveitarfélaga um yfirtöku og umsýslu með úthlutunum peninga til stofn- og rekstrarstyrkja sem fjárveitinganefnd Alþingis hafði áður á sinni könnu. Menningarráðin munu annast þá vinnu ásamt menningarfulltrúum, en markmiðið með þessari breytingu er m.a. að koma ákvörðunum um úthlutun fjármagns nær þeim sem njóta. Til þessa verkefnis á Vesturlandi verður veitt liðlega tíu milljónum á árinu 2012. Menningarráðið mun innan tíðar auglýsa eftir umsóknum þar að lútandi. Þá var komið að úthlutun styrkja. Þeim lýsti sem fyrr Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi sem kallaði styrkþega árið 2012 á svið einn af öðrum.

 

Ítarlega verður fjallað um styrkveitingarnar í Skessuhorni sem kemur út nk. miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is