Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. febrúar. 2012 06:44

Kallað eftir nýrri skipan refaveiða á Íslandi

Í gær var þingsályktunartillögu um breytta framtíðarskipan refaveiða lögð fram á Alþingi. Að tillögunni standa þingmenn úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni en fyrsti flutningsmaður hennar er Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Í tillögunni felst að umhverfisráðherra leggi fram nýtt lagafrumvarp um refaveiðar fyrir 1. apríl næstkomandi. Í þingsályktuninni segir að í frumvarpinu skuli meðal annars koma fram að aftur verði teknar upp greiðslur úr ríkissjóði til fækkunar refa, að samið verði við Samband íslenskra sveitarfélaga eða landshlutasamtök sveitarfélaga um að sjá um skipulagningu veiðanna og greiðslur til veiðimanna og að refaveiðar verði ekki bannaðar á ákveðnum landssvæðum. Þá eigi rannsóknir að vera á hendi vísindamanna en veiðistjórnun, þ.e. skipulagning, stjórnun og leiðbeiningarþjónusta við veiðimenn, á hendi reyndra veiðimanna. Ennfremur skuli greiðslur fyrir hlaupadýr og grenjavinnslu verða þær sömu um land allt.

 

 

 

Að sögn Ásmundar Einars hefur refastofninn vaxið nokkuð undanfarin ár. Afleiðingin af fjölgun í stofninum sé fækkun fugla og dýrbitið sauðfé. „Það var mjög óskynsamleg ákvörðun að hætta stuðningi við refaveiðar líkt og ríkisstjórnin stuðlaði að í lok árs 2010. Markmiðið með tillögunni er að breyta framtíðarskipan refaveiða með það að markmiði að halda stofnstærð innan eðlilegra marka,“ segir Ásmundur Einar í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is