Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. febrúar. 2012 02:12

Smábátasjómenn krefjast kjarasamnings

Laugardaginn 25. febrúar kom hópur smábátasjómanna vítt og breitt af landinu saman til fundar á Hótel Hamri í Borgarnesi. Var formanni Verkalýðsfélags Akraness sérstaklega boðið að sitja fundinn. Tilefni fundarins var m.a. að ræða þá staðreynd að smábátasjómenn eru nánast eina starfsstéttin hér á landi sem ætíð hefur verið án kjarasamnings.  Kom fram hjá fundarmönnum að slíkt væri algerlega ólíðandi þar sem sjálfsögð mannréttindi allra starfsstétta væru að um störf þeirra væri til kjarasamningur sem tryggði kjör, öryggi og hin ýmsu réttindi. Fram kom hjá fundarmönnum að mikilvægt væri að víðtæk samstaða næðist meðal smábátasjómanna til að tryggja sem best hagsmuni þeirra. Voru hinar ýmsu leiðir nefndar í því samhengi.

Sýni samstöðu

Í lok fundarins var samþykkt ályktun: „Fundur smábátasjómanna haldinn laugardaginn 25. febrúar 2012 lýsir yfir undrun sinni að aldrei hafi tekist að ganga frá kjarasamningi fyrir smábátasjómenn þar sem kjör og réttindi séu tryggð. Fundurinn skorar á alla smábátasjómenn að standa þétt saman og búa til öflugan þrýstihóp til að tryggt verði að smábátasjómenn njóti þeirra lágmarks mannréttinda að hafa kjarasamning eins og aðrir starfshópar. Það er morgunljóst að smábátasjómenn geta ekki og ætla ekki að sætta sig við það stundinni lengur að enginn kjarasamningur sé til sem tryggir þeim full réttindi. Fundurinn telur það þyngra en tárum taki að kjarasamningsleysi smábátasjómanna skuli hafi verið látið átölulaust. Jafnframt krefst fundurinn þess að smábátasjómenn hafi fulla aðkomu að gerð nýs kjarasamnings við Landsamband smábátaeigenda.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is