Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. febrúar. 2012 02:40

Um þúsund manns sóttu vel heppnaða atvinnusýningu

Síðastliðinn laugardaginn stóð Rótarýklúbbur Borgarness fyrir atvinnusýningu í Hjálmakletti í Borgarnesi. Með framtakinu vildi klúbburinn annars vegar kynna fyrir gestum atvinnulífið í Borgarbyggð en hins vegar efla samtal milli atvinnurekenda á svæðinu. Alls tóku 49 fyrirtæki þátt og kynntu starfsemi sína á fjölbreyttan máta. Að sögn Kristjáns Rafns Sigurðssonar, sem var einn af skipuleggjendum sýningarinnar fyrir hönd Rótarýklúbbsins, þá tókst sýningin afar vel. Aðsókn hafi farið fram úr björtustu vonum en Rótarýmenn áætla að um 900-1000 hafi sótt sýninguna sjálfa og má vel við una þar sem þetta er í fyrsta skipti sem sýning sem þessi er haldin. Þá hafi á sjöunda tug gesta hlýtt á erindi sem flutt voru í málstofu um fyrirtækjarekstur á landsbyggðinni sem fór fram fyrr um morguninn.

 

Frásögn og fjöldi mynda frá sýningunni er í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is