Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2012 09:01

Innan brúar í Kolgrafafirði eru 280.000 tonn af síld

Samkvæmt bergnámsmælingum sem Hafrannsóknastofnun gerði um borð í Bolla SH í Kolgrafafirði í janúar síðastliðnum voru þar þá um 280 þúsund tonn af síld innan brúarinnar yfir fjörðinn. Nú er verið að vinna úr síldarmælingum við landið og setja inn í reiknilíkön hjá Hafrannsóknastofnu til að meta hve mikið er af síld við landið. Þessar niðurstöður úr Kolgrafafirði eru þar á meðal. Minna fannst af síld utar í Kolgrafafirði og í Grundarfirði en vonir stóðu þegar mælingar voru gerðar þar í janúar enda kom í ljós að stór hluti síldarinnar hafði þá leitað inn fyrir brúna í Kolgrafafirði. Því var smábáturinn Bolli SH útbúinn til síldarleitar innan við brúna en þangað komast ekki nema litlir bátar. Sæta þarf sjávarföllum til að komast undir brúna.

Lengi vel voru veidd ríflega hundrað þúsund tonn af síld á ári hér við land en eftir að sýking kom upp í síldinni í Breiðafirði hafa árlega verið veidd fjörutíu þúsund tonn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is