Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2012 08:01

Farsælast þegar fólkið sem á bökkunum býr ræður nýtingu hlunninda

Eftir að hrunið fór ómjúkum höndum um veiðifélög og veiðiréttarhafa hér á landi virðast tekjur af veiðihlunnindum nú vera aftur á uppleið. Nýtt tilboð í veiðirétt Þverár í Borgarfirði ber þess merki. Talsverðar hræringar hafa á stundum verið og verða vafalaust áfram í kringum leigu á mörgum af fengsælustu laxveiðiám landsins. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir landeigendur en ekki síður veiðimenn sem valið hafa sér það tómstundagaman að fara um bakka fengsælla veiðiáa, freista gæfunnar við hinn silfraða en ekki síst til að njóta nálægðar við óspillta náttúru landsins. Fjallað var um útleigu á tveimur af fengsælustu ám Vesturlands; Grímsá og Tunguá, á aðalfundi veiðifélagsins sem haldinn var síðastliðinn laugardag. Samþykkt var að endurnýja, með nokkrum breytingum þó, samning við Hreggnasa um leigu ánna fyrir árin 2013 og 2014. Þau tímamót urðu einnig að Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum lét af formennsku í veiðifélaginu en hann hefur gegnt því starfi frá stofnun félagsins 1. maí 1971, eða í tæp 41 ár.

Á fundinum var Þorsteini færð kveðjugjöf; úthöggvinn lax í stein, verk eftir Pál Guðmundsson listamann á Húsafelli. Sveinbjörn Eyjólfsson í Hvannatúni var kjörinn nýr formaður félagsins en Ágústa Þorvaldsdóttir á Skarði kom ný inn í stjórn. Aðrir í stjórninni eru Ólafur Jóhannesson á Hóli, Sigurður Oddur Ragnarsson á Oddsstöðum og Ólafur Davíðsson á Hvítárvöllum.

 

Ítarlegt viðtal er við Þorstein á Skálpastöðum í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær. Þar fer hann yfir sögu veiðifélagsins og ýmis mál tengt laxveiðum fyrr og síðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is