Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2012 11:01

Krabbameinsfélag Akraness gaf HVE lyfjadælu

Á aðalfundi Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis sl. þriðjudag tók Guðjón Brjánsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á móti gjöf félagsins sem er lyfjadæla. Dælan mun gagnast skjólstæðingum Krabbameinsfélagsins sem og öðrum sjúklingum sem þurfa að fá lyf skömmtuð í æð.

Um þessar mundir og út marsmánuð stendur yfir jóganámskeið þar sem félagið býður krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra upp á að kostnaðarlausu. Auk þessa veitir félagið  fjárstyrki til endurhæfingar. „Starfsemi krabbameinsfélagsins byggir á framlagi félagsmanna og þeirra sem kaupa það sem við bjóðum eins og bleiku slaufuna og skeggnælur eða lyklakippur. Í versluninni Model eru einnig seld ódýr tækifæriskort til styrktar félaginu. En tilgangurinn er ekki að safna í sjóði heldur veita fénu þangað sem það kemur krabbameinsgreindu fólki til góða ekki síst með því að halda úti skrifstofu þar sem fólk getur sótt upplýsingar og stuðning,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

 

 

 

Skrifstofa Krabbameinsfélags Akraness er í húsnæði FEBAN og er opin á mánudögum klukkan 16-18 og á fimmtudögum kl. 12-16. Þess má geta að félagið er núna með facebooksíðu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is