Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2012 09:01

Blaðamaður Skessuhorns í Vasagöngunni í níunda skipti

Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður á Skessuhorni, mun keppa í Vasaskíðagöngunni víðfrægu sem fram fer í bænum Mora í Svíþjóð nú um helgina. Þetta er í níunda skiptið sem Þórhallur keppir í göngunni en hann tók fyrst þátt árið 1999. Hann kemur til með að keppa í 90 km aðalgöngunni og stefnir á að ganga á tímanum sex og hálfri klukkustund en að jafnaði hefur hann náð þeim tíma. Í undirbúningi Þórhallar fyrir Vasagönguna hefur gott skíðafæri í vetur á Akranesi hjálpað verulega til og því mætir hann í sérlega góðu formi til göngunnar þetta árið.

Skíðabakteríu af bernskuslóðum

Þórhallur hóf skíðaiðkun á æskuslóðunum í Fljótunum í Skagafirði. Hann minnist þess að hafa verið fjögurra ára þegar hann byrjaði að skíða og hafi gönguskíðin átt vel við sig. „Ég var mjög mikið á skíðum fram að fermingu. Ég var fyrst um sinn á níðþungum tréskíðum sem föðursystir mín átti. Síðar fékk ég svo lánuð skíði frá nágrönnum okkar í Fljótunum en þeim leist ekkert allt of vel á að sjá mig á þungum tréskíðunum,“ segir Þórhallur. Snemma beygðist keppniskrókurinn í skíðaiðkuninni segir hann ennfremur. „Ég man eftir að á þessum árum tók ég þátt í svokallaðri norrænni skíðagöngu sem var fjögurra kílómetra ganga og haldin um land allt. Ég fékk nokkuð fína viðurkenningu að launum sem ég var stoltur af í formi fallegs merkis sem var nælt á mig. Þetta hafði hvetjandi áhrif á skíðagöngubakteríuna.“

 

Skíðin tóku við af fótboltanum

Þegar Þórhallur hóf skólagöngu að Steinsstöðum í Skagafirði lagðist skíðaáhuginn í dvala og vék fyrir knattspyrnunni sem hann lagði mikla stund á næstu 25 árin. Eftir að hann hætti í fótboltanum haustið 1994 vildi til að mikill snjóavetur fylgdi í kjölfarið. Við þær aðstæður rifjuðust upp gömul kynni Þórhallar við skíðaíþróttina og hóf hann því skíðagöngu af fullum þunga á nýjan leik. Ekki kom að sök þótt hann byggi í bæ sem lítt væri frægur fyrir skíðaiðkun íbúa. „Á Akranesi og í nágrenni bæjarins er mjög góð alhliða aðstaða til skíðagöngu. Fyrst skal nefna að gott stígakerfi er í bænum sem gerir það að verkum að auðveldara en ella er að skíða, líka á sumrin. Á stígunum er til dæmis mjög gott að vera á hjólaskíðum en að jafnaði fer um helmingur af æfingum gönguskíðamanna fram á slíkum skíðum. Þar að auki er hentugt að vera á gönguskíðum í Garðalundi á veturna sem og í nágrenni félagsheimilisins Fannahlíðar í Hvalfjarðarsveit. Milli trjánna er nefnilega kærkomið skjól fyrir vindi sem oft vill gnauða í okkar veðurmikla landi,“ segir Þórhallur gönguskíðagarpur að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is