Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2012 08:01

Bæjarstjóri skorar á athafnafólk að láta til sín taka

Skessuhorn greindi frá því í síðustu viku að Akranes og Borgarnes hafi hreppt þriðja sætið í vinsældum í könnun  sem MMR gerði fyrir Ferðamálastofu um ferðalög og ferðavenjur Íslendinga. Í könnunni var mælt hvaða staðir á landinu voru mest sóttir af íslenskum ferðamönnum á síðasta ári og voru Gullfoss og Geysir í öðru sæti en Akureyri í efsta sætinu.  Að sögn Árna Múla Jónassonar bæjarstjóra á Akranesi staðfestir könnunin að mörg sóknarfæri séu til staðar fyrir Akurnesinga í ferðaþjónustu. Áfram þurfi að byggja upp þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum. „Ljóst er að bæjarbúar geta sótt fram í þessum efnum. Við hjá Akraneskaupstað köllum eftir því að hugmyndaríkir og framtakssamir einstaklingar nýti þennan meðbyr sem könnunin sýnir til þess að setja á fót nýja starfsemi og afþreyingu fyrir ferðamenn.

Aukin fjöldi kallar á fjölbreyttari valmöguleika. Sérstaða Akraness er ótvíræð hvað þetta varðar og kostirnir eftir því. Sem dæmi mætti gera meira úr rótgrónum tengslum staðarins við sjávarútveg og bjóða upp á afþreyingu tengda honum eins og sjóstangveiði eða hvalaskoðun. Hjólamenningunni hér í bæ mætti líka hagnýta og bjóða upp á hjólaferðir. Þá hef ég orðið var við að hestaleiga gæti slegið í gegn hjá ferðamönnum. Annars væri ábyggilega hægt að gera margt annað líka og vil ég hvetja fólk eindregið til að viðra allar hugmyndir,“ segir Árni Múli.

 

Akraneskaupstaður hefur formlega heitið liðsinni við góðar hugmyndir í þessum málaflokki og segir Árni að bæjarfélagið sé reiðubúið að aðstoða á einhvern hátt til dæmis í kynningu og aðstöðu. „Nú styttist óðum í sumarið og ferðamannavertíðina og því mikilvægt að bæjarbúar taki nú við sér og setji fram hugmyndir. Ég veit að í bænum býr framtakssamt fólk og það þarf að láta til sín taka. Þannig getum við staðið okkur enn betur í þjónustu við ferðamenn á Akranesi og gert samfélagið á staðnum gróskumeira en ella,“ bætir Árni Múli við og minnir á að þeir sem hafa hugmyndir ættu umfram allt að setja sig í samband við Tómas Guðmundsson verkefnastjóra Akranesstofu eða Helgu Rún Guðmundsdóttur í Upplýsingamiðstöðinni á Kirkjubraut til að koma þeim á rekspöl.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is