Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. febrúar. 2012 03:34

Hagnaður af rekstri Spalar þrátt fyrir minni umferð

Rekstur Spalar ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöngin, gekk vel á liðnu ári. Skilaði hann 281 milljón króna hagnaði frá 1. október 2010 til ársloka 2011, samkvæmt ársuppgjöri. Rekstrarárið hefur hingað til verið frá október til september ár hvert en því hefur nú verið breytt og verður framvegis almanaksárið. Uppgjörið nú er því fyrir millibilsástand að þessu leyti og tekur til 15 mánaða.Hagnaður Spalar eftir skatta á fimmta ársfjórðungi rekstrartímabilsins, frá 1. október 2011 til 31. desember 2011, nam 40 milljónum króna en á sama tíma árið áður nam hagnaðurinn 15 milljónum króna. Batinn er því verulegur. Tekjur af veggjaldi fyrir tímabilið 1. október 2010 til 30. september 2011 (rekstrarár eins og áður var) voru 1.010 milljónir króna eða 3,6% meiri en rekstarárið þar á undan.

 

 

 

 

Skuldir Spalar ehf. voru 4.079 milljónir króna í lok árs 2011 og höfðu lækkað um ríflega 150 milljónir frá septemberlokum 2010. Spölur er nú að skila uppgjöri fyrir þrettánda fjárhagsár félagsins. Á þessu þrettánda fjárhagsári fóru hátt í 2,3 milljónir ökutækja um Hvalfjarðargöng, sem er samdráttur um 3% frá fyrra ári. Þetta svarar til þess að meðalumferð í göngunum hafi verið rétt um 5.000 ökutæki á sólarhring. Horfur eru á því að umferð verði minni í göngunum á árinu 2012 en 2011 en að tekjur verði samt meiri í ár en í fyrra. Það skýrist af gjaldskrárhækkun 1. júlí 2011 sem skilaði sér aðeins á hálfu árinu 2011.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is