Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. febrúar. 2012 10:20

Landgræðslufélag Skógarstrandar mótmælir ákvörðun Dalabyggðar

Landgræðslufélag Skógarstrandar, sem nær yfir 13 jarðir á Skógarströnd og um 15 þúsund hektara, hefur undanfarin fimm ár sóst fast eftir því að sveitarstjórn Dalabyggðar lýsi yfir lausagöngubanni innan girðingar sem félagið hefur haft hug á að reisa vegna landgræðslu og skógræktar. Lausagöngubannið er frumskilyrði þess að unnt verði að ráðast í girðingarvinnuna. Um er að ræða einkaframkvæmd upp á 30 milljónir króna. Lausagöngubann gerir Vegagerðinni ennfremur kleift að styðja framkvæmdina samkvæmt vegalögum. „Sveitarstjórn Dalabyggðar hafnar 30 milljón króna uppbyggingu landgræðsluskóga á Skógarströnd,“ segir í tilkynningu frá hópnum landgræðslufélaginu. „Með því að hafna banni við lausagöngu sauðfjár á Skógarströnd hindrar sveitarstjórnin aðkomu Vegagerðarinnar að afmörkun landgræðslusvæðisins. Kostnaðurinn leggst því alfarið á eigendur jarðanna, sem takmarkar verulega stærð þess svæðis sem mögulega er hægt að girða, auk þess sem engin takmörk verða á ágangi sauðfjár,“ segir í einnig tilkynningunni.

Yfirlýsing verður fordæmisgefandi

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 21. febrúar sl. hafnaði hún í þriðja sinn stuðningi við lausagöngubannið og þar með að víðfeðm landgræðsla og skógrækt á Skógarströnd verði að veruleika. Segir í fundargerð sveitarstjórnar að vandséð yrði að yfirlýsing landgræðslufélagsins um viðhald á væntanlegum girðingum, tryggingu þess að hún verði fjárheld og að ekki verði krafist bóta vegna skemmda sauðfjár á gróðri í landi félagsins, firri sveitarfélagið ábyrgð. Sveitarstjórnin telur að slík yfirlýsing verði fordæmisgefandi fyrir önnur svæði í sveitarfélaginu. Engu að síður telur sveitarstjórnin landgræðslufélagið hafa fulla heimild til þess eins og öðrum landeigendum að girða land sitt.

Telja um mismunun að ræða

 

„Ákvörðun sveitarstjórnar Dalabyggðar hefur það í för með sér að sauðfjárbændur bæði úr Dalabyggð og Borgarbyggð geta áfram nýtt sér jarðir annarra á svæðinu til beitar í óþökk landeigenda. Með því móti flytja sauðfjárbændur rekstrarkostnað sinn yfir á landgræðslu- og skógarbændur. Eigendur jarðanna í Landgræðslufélagi Skógarstrandar eru allir annað hvort skógarbændur eða vinna að endurheimt landgæða jarða sinna. Enginn þeirra stundar sauðfjárrækt.“ Þá segir að lokum í tilkynningu félagsins að lausaganga sauðfjár á Íslandi útheimti um 400 milljónir króna af opinberu fé á ári í girðingakostnað. „Vegagerðin, Skógrækt ríkisins og Landgræðslan standa einkum að girðingunum. Er þá ótalinn allur sá kostnaður við girðingar sem einstaklingar verða að leggja út í til að verjast ágangi sauðfjár. Ekki nóg með það, heldur verða fjárlausir landeigendur að borga fjallskilagjald vegna sauðfjársmölunar á löndum sínum, eða mæta sjálfir til að smala.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is