Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2012 01:01

Kvenfélag Stafholtstungna gaf DAB tæpa milljón

Í gær var gleðidagur á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi í tvennum skilningi. Haldið var síðbúið þorrablót heimilismanna, sem reyndar var góugleði að þessu sinni, og konur úr Kvenfélagi Stafholtstungna komu færandi hendi og gáfu heimilinu stórgjöf, tæpa milljón króna til kaupa á tveimur sjúkrarúmum í nýju bygginguna sem tekin verður í notkun næsta sumar. Það var Ása Erlingsdóttir formaður kvenfélagsins sem afhenti Birni Bjarka Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra DAB gjöfina. Ása sagði í ávarpi sem hún flutti að kvenfélög væru líknarfélög sem hefðu það sem meginverkefni að reyna að láta gott af sér leiða, leggja samfélaginu lið. Þannig stæði nú á hjá Kvenfélagi Stafholtstungna að til væru peningar sem ákveðið hefði verið á aðalfundi félagsins að gefa DAB. Fólki í bæ og sveit væri hlýtt til þessa heimilis og vildi veg þess sem mestan og að íbúum gæti liðið sem allra best. Jafnframt vildu kvenfélagskonur hvetja þá sem væru aflögufærir að hugsa til þeirra sem rutt hefðu brautina fyrir okkur hin.

 

 

 

 

Björn Bjarki Þorsteinsson forstöðumaður DAB þakkaði kvenfélagskonunum úr Stafholtstungum fyrir höfðinglega gjöf. Sagði hann það vera gæfu heimilisins að eiga marga vildarvini, ekki síst í hópi kvenfélaga á starfssvæðinu. Samband borgfirskra kvenna hefði átt frumkvæðið að stofnun DAB og kvenfélögin hefðu aldrei gert það endasleppt við heimilið, stutt við það með ýmsu móti. Það væri enginn vinalaus sem ætti slíka hauka í horni.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is