Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2012 10:21

Naumt tap Hólmara í Keflavík

Lið Snæfells í Úrvalsdeildinni í körfubolta tapaði naumlega fyrir liði Keflavíkur í gær suður með sjó. Lokatölur urðu 101-100 fyrir heimamenn en framlengja þurfti leikinn til að knýja fram úrslit. Snæfellingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og voru með forystuna frá upphafi leiks til hálfleiks. Heimamenn voru þó ekki langt undan Hólmurum og var staðan í hálfleik 38-42. Keflvíkingar byrjuðu þriðja leikhlutann af krafti og skoruðu fyrstu ellefu stig leikhlutans. Stöðunni var því breytt í 49-42. Hólmarar náðu að laga stöðuna með góðum körfum og komust einu stigi yfir undir lok leikhlutans. Keflvíkingar áttu hins vegar síðasta orðið í leikhlutanum og staðan því fyrir síðasta fjórðung 68-67 fyrir heimamenn.

 

 

 

Í lokaleikhlutanum var spennan í algleymingi. Liðin skiptust áfram á forystunni og eins og svo oft áður í spennuleik í körfubolta, þá fór stigaskor að stórum hluta fram af vítalínunni. Þegar liðlega 30 sekúndur lifðu eftir af venjulegum leiktíma höfðu Keflvíkingar tveggja stiga forystu, 93-91. Snæfellingar héldu í lokasókn þar sem Sveinn Davíðsson reyndi þriggja stiga skot fyrir sigrinum. Skotið geigaði en liðsfélagi hans, Ólafur Torfason, náði frákastinu og brutu Keflvíkingar á honum í skoti sem hann reyndi um leið. Ólafur fékk þar af leiðandi tvö vítaskot að launum sem hann nýtti og tryggði þar með Hólmurum framlengingu.

Áframhaldandi spennustig var í leik liðanna í framlengingunni. Þreytan var eitthvað farin að segja til sín hjá báðum liðum á þessum tímapunkti og hittu leikmenn úr báðum liðum illa úr skotfærum sem gáfust, sérstaklega þegar líða tók á framlenginguna. Það fór svo að endingu að Keflvíkingar fengu vítaskot þegar ein sekúnda lifði eftir af leiknum í blálokin í stöðunni 100-100. Þeir nýttu annað þeirra og unnu leikinn að svo búnu, 101-100. Tíminn á síðasta andartaki leiksins var einfaldlega of lítill.

Marquis Sheldon Hall var stigahæstur Snæfellinga í leiknum með 25 stig en hann var inni á leikvellinum allar 45 mínútur leiksins. Að auki gaf hann liðsfélögum sínum níu stoðsendingar. Pálmi Freyr Sigurgeirsson átti einnig fínan leik. Hann skoraði 25 stig, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum. Þá skoraði Quincy Hankins-Cole 14 stig, Sveinn Davíðsson 12 stig, Ólafur Torfason og Hafþór Ingi Gunnarsson 9 og Jón Ólafur Jónsson 8.

Snæfellingar eiga nú eftir að spila fjóra leiki á tímabilinu en liðið vermir sjötta sæti Úrvalsdeildarinnar með 18 stig. Næsti leikur liðsins verður föstudaginn 9. mars í Stykkishólmi þegar Fjölnismenn koma í heimsókn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is