05. mars. 2012 12:01
Knattspyrnufélag ÍA og verslunin Krónan hafa framlengt samstarf sitt til þriggja ára. Í því felst að Krónan mun áfram verða einn af bakhjörlum Norðurálsmótsins í knattspyrnu sem og yngri flokka félagsins. „Knattspyrnufélag ÍA þakkar Krónunni stuðninginn,“ segir í tilkynningu. Það voru Berglind Ósk Ólafsdóttir markaðsstjóri Krónunar og Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri KFÍA sem skrifuðu undir samninginn.