Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2012 04:47

Klukka sem þagnaði við stórviðburði í framleiðslulandinu

„Þessi klukka er um margt merkileg og hún þagnaði þegar stórviðburðir gerðust. Ég hef í gamni mínu tekið saman sögu hennar. Það byggi ég fyrst og fremst á því sem ég vissi og því sem mér hefur verið sagt að auki,“ segir Arnór Kristjánsson bóndi á Eiði við Grundarfjörð um 160 ára gamla veggklukku sem sést á meðfylgjandi mynd. „Klukkuna keyptu Gísli Guðmundsson útvegsbóndi á Vatnabúðum í Eyrarsveit og Katrín Helgadóttir kona hans. Þessi klukka var brúðargjöf til sonar þeirra og tengdadóttur, þeirra Elíasar Gíslasonar og Vilborgar Jónsdóttur sem giftu sig árið 1896. Þau bjuggu fyrstu árin í Oddsbúð en tóku við búsforráðum á Vatnabúðum árið 1906 og gerðust útvegsbændur þar,“ segir Arnór sem er dóttursonur þeirra Vilborgar og Elíasar.

Arnór segir klukkuna hafa hangið á vegg á Vatnabúðum í rúm 60 ár en Elís hafi látist í ágúst árið 1943. „Eftir lát hans bjó Vilborg áfram á Vatnabúðum með Snorra syni sínum, einhleypum, til dauðadags 20 febrúar árið 1968.“ Hann segir sögu klukkunar einstaka. „Hún var framleidd í Þýskalandi á síðasta áratug nítjándu aldar. Hún sló eitt högg á hálfum tíma og eitt til tólf högg á heilum tíma. Í nóvember árið 1918, sama dag og Þjóðverjar töpuðu fyrra stríðinu, hætti klukkan að slá en gekk áfram til ársins 1945. Þá hætti klukkan að ganga sama dag og Þjóðverjar töpuðu síðari heimstyrjöldinni.“

Eftir þetta kom Hallgrímur, bróðir Vilborgar á Vatnabúðum, klukkunni í viðgerð úti í Hamborg en hann var lengi yfirvélstjóri á Gullfossi. „Þar var gert við klukkuna og hún yfirfarin, síðan hefur hún gengið.“

Við skiptingu dánarbús þeirra mæðgina Vilborgar Jónsdóttur og Snorra Elíssonar árið 1971 komst þessi klukka í eigu Sigurjónu Högnadóttur afkomanda Vilborgar í fjórða lið. Klukkan gengur ennþá 160 ára gömul og mikil prýði af henni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is