Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2012 02:01

Þrír hafa boðið sig fram til forseta

Í síðustu viku boðaði Ástþór Magnússon að hann muni bjóða sig fram til embættis forseta Íslands þegar kosið verður í sumar. Er það í þriðja skiptið sem hann gerir atlögu að embættinu. Þar áður hafði lögreglumaðurinn Jón Lárusson boðað framboð. Þá tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands síðustu 16 árin, í dag að hann muni gefa kost á sér þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu, en hann kveðst að eigin sögn hafa boðað það í nýársávarpi sínu að hann hygðist ekki gefa kost á sér eftir að yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar sendi frá sér fyrr í dag segist hann verða við óskum um að hann gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. Hann biður hins vegar þjóðina um að sýna því skilning, kjósi hann að hverfa til annarra starfa áður en kjörtímabili lýkur.

 

 

 

 

Orðrétt segir Ólafur Ragnar: „Að undanförnu hefur birst í áskorunum, könnunum, viðræðum og erindum ríkur vilji til þess að ég breyti þeirri ákvörðun sem ég tilkynnti í nýársávarpinu.“ Í rökstuðningi er vísað til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis, sem og átaka um fullveldi Íslands. Þá er einnig áréttað mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.

„Í ljósi alls þessa og í kjölfar samráðs okkar hjóna og fjölskyldunnar hef ég ákveðið að verða við þessum óskum og gefa kost á því að gegna áfram embætti forseta Íslands sé það vilji kjósenda í landinu. Það er þó einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst, ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is