Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2012 02:58

Loðnugangan komin inn á Breiðafjörð

Loðnugangan, sem undanfarnar vikur hefur farið vestur með suðurströndinni og var á Faxaflóa fyrir helgina, er nú komin á Breiðafjörðinn. Í nótt voru skipin að veiðum í stafalogni um átta mílur norður af Öndverðarnesi. Spáð er leiðindaveðri næstu þrjá daga og eru menn því að keppast við að fylla núna meðan vel viðrar. Hrognafylling í loðnunni er áætluð um og yfir 26% og komin að hrygningu. Í nótt fékk Lundey NS um 1.100 tonna afla í þremur köstum í nótt og var rætt var við Stefán Geir Jónsson, fyrsta stýrimann og afleysingaskipstjóra, á vef HB Granda. Þá átti skipið eftir um klukkutíma siglingu til Akraness þar sem nú er unnið á vöktum við hrognafrystingu. Víkingur kom að landi á Akranesi klukkan 20 í gær, Faxi um ellefuleitið um kvöldið og Lundey svo klukkan 14 í morgun. Það er því örlítil löndunarbið hjá skipunum, enda stutt að sigla af miðunum.

,,Loðnan hefur gengið hratt norður eftir og er nú komin inn í Breiðafjörðinn. Við erum búnir að elta þessa göngu og aflinn hefur verið mjög góður og reyndar merkilega góður í ljósi þess hvernig tíðarfarið hefur verið. Það hafa verið ríkjandi vestan- og suðvestanáttir og stöðugar brælur og það var ekki fyrr en í nótt að við fengum loksins almennilegt veður, koppalogn og ládauðan sjó,“ segir Stefán Geir á vef HB Granda. Hann segir menn nú stunda veiðarnar í verri veðrum en oft áður. Það helgist öðrum þræði af því að mikil verðmæti eru í húfi og ekki megi heldur gleyma því að veiðarfærin séu orðin mun betri en þau voru fyrir nokkrum árum og því megi bjóða þeim upp á meiri átök. „Það eru örugglega einhverjar torfur af loðnu sem eiga eftir að skila sér. Nú er okkar helsta vandamál að það er spáð skítabrælu næstu þrjá sólarhringana. Það mun örugglega koma niður á veiðunum en maður verður bara að vona það besta,“ segir Stefán Geir Jónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is