Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2012 10:01

Rausnarlegur afmælisstyrkur HB Granda til Akurnesinga

Á fundi stjórnar HB Granda hf. síðastliðinn fimmtudag var tekið fyrir erindi frá Akraneskaupstað varðandi hugsanlega þátttöku fyrirtækisins og stuðning við endurnýjun sýningarbúnaðar Bíóhallarinnar á Akranesi. HB Grandi ákvað að gefa fimm milljónir króna til verkefnisins. Áður hafði bæjarstjórn Akraness samþykkt á hátíðarfundi sínum í tilefni af 70 ára afmælis kaupstaðarréttinda á Akranesi að hrinda af stað söfnunarátaki vegna þessa verkefnis og veitti bæjarfélagið átta milljónum króna til hrinda verkefninu af stað. Áætlað er að heildar kostnaður við endurnýjun sýningarbúnaðar í Bíóhöllina verði um 17 milljónir króna.   „Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikilvægur þessi stuðningur HB Granda hf. er við Bíóhöllina og starfsemi hennar, en ekki síður við menningar- og mannlífs á Akranesi. Er fyrirtækinu þökkuð þessi afar rausnarlega gjöf til bæjarbúa á afmælisárinu og þá velvild sem hún lýsir í garð Skagamanna,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

70 ára afmæli Bíóhallarinnar

Eins og áður segir eru í ár liðin 70 ár frá því Akranes fékk kaupstaðarréttindi. Því er einnig fagnað á þessu ári að 70 ár eru liðin frá vígslu Bíóhallarinnar, en það voru hjónin Haraldur Böðvarsson og Ingunn Sveinsdóttir sem færðu Akraneskaupstað húsið að gjöf um svipað leiti og bærinn öðlaðist kaupstaðarréttindi. Eins og fram kemur í gjafabréfi og skipulagsskrá kvikmynda- og tónleikahússins Bíóhallarinnar var tilgangur gjafarinnar að styðja mannúðar- og menningarmál innan Akraneskaupstaðar. „Óhætt er að fullyrða að á þessum 70 árum sem liðin eru hafi Bíóhöllin verið ómetanleg fyrir leikhúslíf og alla menningu á Akranesi. Þess má líka til gamans geta að fyrstu árin var tekjum af starfsemi Bíóhallarinnar varið til uppbyggingar á sjúkrahúsi og heilsugæslu á Akranesi, en þessi uppbygging var þeim hjónum einnig mjög hugleikin. Í ár eru liðin 60 ár frá vígslu sjúkrahússins á Akranesi. Auk þess sat Haraldur Böðvarsson í fyrstu bæjarstjórn Akraness og því má segja að sterkir þræðir liggi á milli þessara verkefna; hinnar rausnarlegu gjafar á Bíóhöllinni, uppbyggingar sjúkrahússins á Akranesi og fyrirtækisins HB og Co, sem síðar varð hluti af HB Granda hf.,“ segir í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar.

 

Á undanförnum árum hafa farið fram gagngerar endurbætur á Bíóhöllinni og nánasta umhverfi hennar en nú er hins vegar svo komið að búnaður Bíóhallarinnar til kvikmyndasýninga er orðinn úreltur, enda eru kvikmyndavélar hússins liðlega hálfrar aldar gamlar og nauðsynlegt að endurnýja þennan búnað. Með því að endurnýja sýningarbúnaðinn opnast margvíslegir nýir möguleikar sem ekki hafa verið í boði áður, s.s. beinar útsendingar frá menningar- og íþróttaviðburðum, tónleikum o.s.fv. „Með þeim breytingum sem gera þarf þegar nýr búnaður er settur upp breytast mjög nýtingarmöguleikar Bíóhallarinnar í þágu menningar og fjölbreyttara mannlífs á Akranesi. Þetta hefur t.d. í för með sér að leikfélög, skólar bæjarins og fleiri geta nýtt húsið betur án þess að trufla hefðbundnar bíósýningar. Með tilkomu hins nýja sýningarbúnaðar getur Bíóhöllin því enn betur þjónað hlutverki sínu sem menningarhús Akraness.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is