Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2012 06:30

Stórsigur Snæfellsstúlkna á Hamri

Snæfell og Hamar mættust í Stykkishólmi síðasta föstudag í kvennakörfunni. Fyrir leikinn var Snæfell í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig en Hamar í því sjöunda og næstneðsta með 12 stig. Hamar hafði sigur þegar þessi lið mættust síðast í Hveragerði og áttu því Snæfellingar harma að hefna. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en fljótlega sigu Snæfellsstúlkur þó framúr og höfðu 22-14 yfir eftir fyrsta leikhluta. Jordan Murphree opnaði annan leikhluta með þriggja stiga körfu, hennar þriðju i leiknum. Sóknarleikurinn gestanna varð þó skipulagðari og vörnin betri. Í stöðunni 31-23 tók Snæfell svo góðan sprett og komst í 41-23. En hvað sem gestirnir reyndu var staðan orðin 46-25 í leikhléi og á brattann að sækja fyrir þær bláklæddu.

 

 

 

Hamarskonur byrjuðu þriðja leikhluta af krafti. Snæfellskonur hleyptu þeim þó aldrei of nærri sér og hélst munurinn þetta 18-20 stig. Hvergerðingar réðu illa við Marlow undir körfunni og svo var Jordan sjóðheit fyrir utan en hún var komin með átta þriggja stiga körfur úr 10 tilraunum þegar þriðja leikhluta var lokið og staðan 67-43. Þrátt fyrir mótspyrnu neituðu Hvergerðingar að gefast upp og skoruðu fyrstu þrjú stig fjórða leikhlutans. Þær reyndu að pressa Snæfellinga hátt en sú pressa gekk þó ekki alveg sem skyldi og fór munurinn sjaldnast undir 20 stig. Leikurinn fjaraði fljótt út og fór svo að allir leikmenn beggja liða fengu að spreyta sig nema Alda Leif hjá Snæfelli sem sat sem fastast en hún var tæp fyrir leikinn vegna liðþófameiðsla. Svo fór að lokum að Snæfell vann öruggan sigur 87-56 og situr sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar og Hamar í því sjöunda.

 

Í liði Snæfells átti Jordan Murphree stórleik en hún skoraði 28 stig og tók 11 fráköst. Þriggja stiga hittni hennar var einnig frábær eins og áður segir. Kieraah Marlow var einnig sterk í liði Snæfells en hún skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Hildur Kjartansdóttir var svo með 10 stig og aðrar minna. Hjá Hvergerðingum var Katherine Graham stigahæst með 16 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is