Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. mars. 2012 09:23

Skagaforeldrar hafna tillögum um gjaldskrárhækkun eða skerta þjónustu

Félagið Skagaforeldrar hélt í gærkvöldi fund með foreldrum leikskólabarna á Akranesi. Tilefni fundarins var bréf frá Fjölskyldustofu Akraneskaupstaðar þar sem foreldrar voru beðnir um að taka afstöðu til fjögurra leiða sem leiða eiga til sparnaðar í rekstri leikskólanna. Þær leiðir sem lagðar voru fram gætu leitt til 1-3% sparnaðar. Í fyrsta lagi er lögð til gjaldskrárhækkun, í öðru lagi fimm vikna sumarlokun í stað fjögurra vikna, í þriðja lagi að starfsmannafundir færist inn á almennan opnunartíma og í fjórða lagi að leikskólum verði lokað klukkan 16:15 á daginn. Talið er að hver um sig geti þessar leiðir sparað þrjár til fjórar milljónir á ársgrunni.

Skemmst er frá því að segja að foreldrar höfnuðu öllum þessum valkostum.

„Það var álit fundarins að skerðing á opnunartíma leikskólanna eða gjaldskrárhækkanir væru algerlega óásættanlegar sérstaklega í ljósi þess að nýverið hækkaði gjaldskráin um 9%. Foreldrar á Akranesi vilja meirihluta sem stendur vörð um grunnþjónustu í leik- og grunnskólum bæjarins. Foreldrar á Akranesi vilja meirihluta sem stendur við yfirlýsingar sínar. Foreldrar á Akranesi spyrja hvort meirihlutinn ætli að axla þá ábyrgð og forystu sem hann voru kosin til? …Eða eiga íbúar á Akranesi að hætta að taka mark á yfirlýsingum og kosningaloforðum bæjarfulltrúa,“ segir í yfirlýsingu frá fundinum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is