Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. mars. 2012 12:40

Rýnt í þróun atvinnumála á Snæfellsnesi fram til 2025

Þróunarfélag Snæfellinga, sem stofnað var á síðasta ári, af áhugafólki, atvinnufyrirtækjum á svæðinu og með þátttöku sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, hefur ákveðið að setja í gang verkefni sem hefur það að markmiði að líta til framtíðar um þróun atvinnumála á Snæfellsnesi, greina tækifæri og hindranir. Sturla Böðvarsson framkvæmdastjóri félagsins segir að tilgangur með þessu starfi sé að finna leiðir til að fjölga atvinnutækifærum og efla starfandi fyrirtæki og stofnanir á Snæfellsnesi.

Verkefnið verður unnið eftir svokallaðri sviðsmyndaaðferð sem byggist á því að búnar verða til nokkrar mismunandi „framtíðarsögur.” Verkefnið hefur fengið yfirskriftina atvinnulíf á Snæfellsnesi árið 2025. Vinnuferlið byggir á því að þátttakendur hittast tvisvar sinnum í svonefndum sviðsmyndaverkstæðum. Verkstæðin eða vinnufundirnir verða 16. mars kl. 10-16 í félagsheimilinu Klifi í Snæfellsbæ og í Samkomuhúsinu í Grundarfirði 21. mars, einnig kl. 10-16. 

 

 

 

Framkvæmd verkefnisins er í höndum Þróunarfélags Snæfellinga ehf. í samvinnu við Atvinnuráðgjöf Vesturlands og í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem styrkir verkefnið. Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Netspor munu sjá um verkstjórn og faglega framkvæmd. Í tengslum við verkefnið verður fljótlega sett fram netkönnun sem send verður til helstu hagsmunaaðila á Snæfellsnesi. Niðurstöður könnunarinnar verða meðal annars notaðar á fyrrnefndum verkstæðum eða vinnufundum.

 

“Það er mikilvægt fyrir verkefnið og þar með þróun atvinnumála á svæðinu að þeir sem tengjast atvinnulífi á Snæfellsnesi taki virkan þátt í fyrrnefndum verkstæðum eða vinnufundum,” segir Sturla Böðvarsson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga, en félagið stendur einnig í samstarfi við Samtök atvinnulífsins fyrir atvinnumálaráðstefnu sem haldin verður 30. mars í Hótel Stykkishólmi. “Vænti ég mikils af þeirri ráðstefnu enda verða þar miklar kanónur sem hafa tekið að sér að flytja ræður og marka í raun upphaf þess að við setjum stefnuna á öfluga sókn okkar í atvinnumálum á Snæfellsnesi. Með þeim hætti nýtum við þann samtakavilja sem atvinnulífið sýnir með stofnun Þróunarfélags Snæfellinga,” segir Sturla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is