Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2012 10:01

Þjálfaranámskeið með þjálfurum frá Ajax akademíunni

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir námskeiði fyrir knattspyrnuþjálfara dagana 9. - 10. mars. Námskeiðinu stýra þjálfarar hjá unglingaakademíu hollenska stórliðsins Ajax en þeir heita Arnold Muhren og Eddie van Schaick. Námskeiðið telur sem endurmenntun á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðum og er opið öllum. Arnold og Eddie hafa starfað þar í nokkur ár við góðan orðstír. Auk þessa á Arnold að baki langan og farsælan feril sem leikmaður með Ajax, Volendam, Twente, Ipswich Town og Manchester United á árunum 1970-1989. Hann lék einnig 23 landsleiki með Hollendingum.

Akademían hjá Ajax er annáluð fyrir að ala upp góða knattspyrnumenn. Dæmi um leikmenn sem komið hafa úr akademíu félagsins eru Johan Cruijff, Johan Neeskens, Marco van Basten, Frank Rijkaard, Frank de Boer, Ronald de Boer, Edwin van der Sar, Dennis Bergkamp, Edgar Davids, Clarence Seedorf, Patrick Kluivert,  Ryan Babel, Rafael van der Vaart, Wesley Sneijder, Nigel de Jong, John Heitinga, Thomas Vermalen, Christian Eriksen og Gregory van der Wiel.

 

Námskeiðsgjaldið er 2.500 kr. fyrir félagsmenn í Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands og 5.000 kr. fyrir aðra. Skráning er hafin en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is með eftirfarandi upplýsingum: nafn, kennitala, tölvupóstfang og símanúmer.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is