Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2012 11:17

Gæðakerfi í ferðaþjónustu

Áfangi náðist nýverið í sögu íslenskrar ferðaþjónustu þegar gæða- og umhverfiskerfið Vakinn var tekið í notkun. Þróuð hafa verið gæðaviðmið fyrir allar greinar ferðaþjónustu en í fjölmörg ár hefur verið rætt um nauðsyn á slíku kerfi. Kynningarfundur um Vakann verður haldinn í Stykkishólmi þriðjudaginn 13. mars næstkomandi. Með Vakanum fá ferðaþjónustuaðilar í hendur tæki sem getur verið þeim verkfæri og leiðsögn í átt til betri þjónustu og aukins öryggis. Markmiðið með Vakanum er að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Þannig er kerfið fyrst og fremst verkfæri til að aðstoða þátttakendur við að auka gæði og öryggi. Þetta er gert með hjálpargögnum og leiðsögn.

 

 

  

Ferðaþjónustuaðilar eru ekki skyldugir að taka þátt í Vakanum en styrkleikar kerfisins eiga að felast í því að kostir þess séu öllum augljósir. Kerfið er tvískipt, þ.e. stjörnuflokkun fyrir gististaði og úttekt á ferðaþjónustu annarri en gistingu. Þá fylgir Vakanum einnig umhverfiskerfi sem aðilar hafa val um að taka þátt í, en það kostar ekkert aukalega.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is