Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2012 01:01

Skaginn gerir milljarðasamning við færeyskt fyrirtæki

Skaginn hf. á Akranesi gekk á fimmtudaginn frá einum stærsta samningi sem gerður hefur verið hér á landi í langan tíma um sölu á tæknibúnaði til fiskvinnslu. Þá var undirritaður samningur við fyrirtækið Varðin-Pelagic á Tvöroyri í Færeyjum um tæknibúnað í nýtt fiskiðjuver færeyska fyrirtækisins. Skaginn framleiðir hátæknibúnað í nýja fiskiðjuverið fyrir um 2,2 milljarða króna en ýmis önnur íslensk fyrirtæki, bæði á Akranesi og víðar, fá í sinn hlut hátt í 800 milljónir. Þannig er heildar virði viðskiptanna um þrír milljarðar. Þar af skrifa Færeyingarnir undir 600 milljóna króna samning við Kælismiðjuna Frost.

Framleiðslugeta færeyska fiskiðjuversins verður 600 tonn á sólarhring í fyrstu en verður síðan aukin í þúsund tonn. Reiknað er með að fiskiðjuverið verði tilbúið til framleiðslu í júlí í sumar og því þurfa íslensku fyrirtækin sem koma að verkefninu að hafa hraðar hendur. Skaginn hefur þegar hafið framleiðslu búnaðarins og bætt við starfsmönnum vegna þessa umfangsmikla verkefnis.

 

Óhætt er að segja að glatt hafi verið á hjalla eftir að samningur þessi var í höfn enda er hann stór á allan mælikvarða, ekki einungis fyrir Skagann, heldur landið í heild. Verðmæti þessa samnings jafngildir t.d. því að loðnukvóti Íslendinga hefði á einni nóttu verið aukinn um 10%. Þá má geta þess að hreinar útsvarstekjur Akraneskaupstaðar vegna vinnu starfsmanna á Akranesi vegna verkefnisins nema um 30 milljónum króna.

 

Nánar er sagt frá þessum stóra sölusamningi og áhrifum hans á atvinnulíf á Akranesi í Skessuhorni sem kom út í dag

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is