Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2012 04:01

Karlakórinn Heimir syngur í Reykholti

Karlakórinn Heimir í Skagafirði heldur tónleika í Reykholtskirkju á föstudaginn klukkan 20:30. Kórinn hefur ekki sungið á þessum slóðum síðan hann var á ferð í foráttubyl fyrir nokkrum árum, en veðurhamurinn stöðvaði hvorki kór né áheyrendur og varð stundin hin eftirminnilegasta. Talsmaður kórsins segir að löngu sé kominn tími til að sækja Borgfirðinga heim á ný, enda hafi kórinn alltaf átt hér vinsældum að fagna og vonar að íbúana sé farið að þyrsta í Heimistónleika.

Söngskráin er tvískipt enda hlé í miðju. Fyrir hlé eru íslensk lög áberandi, í bland hressileg hrossakvæði, ættjarðarljóð og tregasöngvar, sumir á andlegum nótum eins og hæfir á fornhelgum stað. Eftir hlé verða sungnir „best of“ ópusar af Vínartónleikum Heimis sem haldnir voru í janúar sl. Þar eru leikandi Vínarvalsar, fjörugir polkar og grátklökkvar ástararíur eftir Strauss, Lehár og aðra Vínarkarla, í aðalhlutverkum. Flutningur Heimisfélaga á Vínartónlistinni mæltist gríðarlega vel fyrir. Engum ætti að leiðast og allir að finna nokkuð við sitt hæfi.

Stjórnandi kórsins er söngkennarinn og söngdívan Helga Rós Indriðadóttir og hefur hún ekki áður haft stjórn á körlum þessum í Borgarfirðinum. Helga Rós er Skagfirðingur í húð og hár. Hún starfaði í mörg ár sem óperusöngvari við óperuna í Stuttgart en er nú á heimaslóðum þar sem hún fæst við söngkennslu auk þess að syngja sjálf við hin ýmsu tækifæri. Meðleikari er sem fyrr hinn skagfirski Bandaríkjamaður Thomas R. Higgerson.
 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is