Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2012 03:01

Góður mannauður forsenda vandaðrar framleiðslu véla

Í Borgarfirði, sem löngum hefur verið tengdur við landbúnað, iðnað og þjónustu, er rekin fjölbreytt atvinnustarfsemi. Það kom bersýnilega í ljós á atvinnusýningu Rótarýmanna í Borgarnesi á dögunum. Eitt þeirra fyrirtækja sem var með kynningarbás á sýningunni var Traust Know How Ltd. sem er staðsett í Lækjarkoti í Borgarbyggð, spölkorn frá þjóðvegi eitt ofan við Borgarnes. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1979, er í eigu Trausta Eiríkssonar vélaverkfræðings og sérhæfir sig í framleiðslu á háþróuðum vélbúnaði í matvælaiðnaði, aðallega í vinnslu á sjávarafurðum. Blaðamaður Skessuhorns leit við í Lækjarkoti í síðustu viku og ræddi við Trausta um starfsemi þessa framsækna fyrirtækis.

 

 

Trausti segist hafa viljað flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem fasteignaverð hafi keyrt fram úr hófi á þenslutímabilinu fyrir bankahrun 2008. Fyrir valinu varð Lækjarkot í Borgarfirði. „Ég og konan mín, Ása Ólafsdóttir myndlistarmaður, erum bæði ættuð úr Borgarfirðinum. Í upphafi var ekki meiningin að flytja alla starfsemi til Borgarfjarðar, aðeins okkur tvö og vinnustofu Ásu. Fyrirtækið var svo lánssamt að fá lóð undir iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi frá Reykjavikurborg eftir að hafa verið á biðlista með lóð í mörg ár.  Gallinn var aðeins sá að sótt hafði verið um lóð undir 700 m2 iðnaðarhúsnæði en lóðin sem stóð til boða var fyrir 2400 m2 hús. Síðan var byggt, húsið reist og greitt en svo kom bankinn og hækkaði sitt lán úr 180 milljónum í 630 og sagði að enginn gæti borgað af þessu og ég yrði að gera byggingarfélagið gjaldþrota. Ég hafði enga kosti aðra en að tapa þeim 30% sem ég hafði greitt á móti bankanum og gera eins og hann sagði. Þá voru góð ráð dýr og ekki annar kostur en byggja á hlaðinu í Lækjarkoti og það var gert og mun ég aldrei sjá eftir því.“

 

Nánar má lesa viðtal við Trausta Eiríksson vélaverkfræðing og eiganda Traust Know How ltd. í Lækjarkoti í Borgarfirði í Skessuhorni sem kom út í dag.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is