Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. mars. 2012 11:17

Fjárfest á Grundartanga fyrir um 20 milljarða á sjö árum

Umsvif í kringum hafnsækna starfsemi á Grundartanga hefur kallað á hvað mesta eftirspurn hjá Faxaflóahöfnum eftir lóðum og athafnasvæðum frá því íslenskt efnahagslíf tók snarpa dýfu, en frá þeim tíma hefur fjárfesting innanlands verið í lágmarki. Í pistli á vef Faxaflóahafna segir að ef fjárfestingar á Grundarganga frá árinu 2007, eða á sjö ára tímabili, og þær sem fyrirhugaðar eru á þessu og næsta ári eru dregnar saman, kemur í ljós að þær eru hátt í 20 milljarðar á þessu tímabili. Grundartangi virðist því án nokkurs vafa vera helsta vaxtarsvæði í landinu um þessar mundir.  

 

 

 

 

Þó svo að Elkem Ísland og Norðurál séu langstærst fyrirtækja á Tanganum hafa sterk fyrirtæki bæst í hópinn svo sem Lífland, Hamar, Stálsmiðjan og Héðinn. Þá er stálendurvinnslufyrirtækið GMR nýbyrjað uppbyggingu og er að koma sér fyrir á svæðinu og fleiri fyrirtæki eru í startholunum. Landsnet hyggur á styrkingu háspennuvirkja fyrir svæðið en fyrsti áfangi þess verkefnis verður væntanlega unninn á þessu og næsta ári. Fyrirhugaðar framkvæmdir Landsnets eru á svæðinu norðan Hvalfjarðar. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir þessar framkvæmdir Landsnets afar mikilvægar til að auka afhendingaröryggi orku á svæðinu.

 

Þegar litið er á fjárfestingar einstakra fyrirtækja á Grundartanga, frá árinu 2007 og þær sem áætlaðar eru til ársloka 2013, kemur í ljós að Elkem og Norðuráls hafa samtals fjárfest fyrir rúma 12 milljarða á síðustu fimm árum og Faxaflóahafnir fyrir tæpan milljarð frá árinu 2008 og til loka síðasta árs. Önnur fyrirtæki fjárfesta fyrir rúmlega fjóra og hálfan milljarð frá árinu 2008 og til loka þessa árs. Þá ætlar Landsnet að fjárfesta fyrir tvo milljarða á þessu og næsta ári. Alls eru þetta 19,73 milljarðar til ársloka 2013.

 

Fjárfestingar Faxaflóahafna á Grundartanga á síðasta ári voru 249 milljónir aðallega við undirbúning á lengingu Tangabakka og við lóðagerð. Áætlað er að vinna áfram að þeim framkvæmdum þannig að nýr hafnabakki verði tekin í notkun á árinu 2015.

 

“Allnokkrir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að hefja starfsemi á Grundartanga og svo framarlega sem starfsemin fellur að þeirri stefnu að slíkir aðilar starfi á grundvelli gildra umhverfissjónarmiða, þá er von til þess að Grundartangi haldi áfram að byggjast upp sem mikilvægur þáttur í efnahags- og atvinnulífi höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands. Ef vel tekst til mun Grundartangi sem fyrr gegna hlutverki í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi,” segir Gísli Gíslason hafnarstjóri. Starfsmannafjöldi á Grundartanga er rétt um þúsund manns auk þess sem verktakar og þjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi selja ýmsa þjónustu og vörur inn á svæðið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is