Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. mars. 2012 11:10

Lokaumferð 1. deildar í kvöld – Munu Skallagrímur og ÍA mætast í umspili?

Í kvöld fer fram lokaumferðin í 1. deild karla í körfubolta. Bæði Vesturlandsliðin leika á útivelli. Lið ÍA heldur suður til Reykjavíkur og mætir Ármenningum í íþróttahúsi Kennaraháskólans á meðan Skallagrímsmenn halda vestur til Ísafjarðar til að leika gegn liði KFÍ. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15. Staða liðanna í 1. deild fyrir lokaumferðina er þannig að Borgnesingar eru í öðru sæti með 24 stig og Skagamenn í því fimmta með 16 stig. Ef liðin halda þessum sætum eftir leiki kvöldsins munu þau mætast í fyrri umferð umspils að viku liðinni um eitt laust sæti í úrvalsdeild að ári. Til að svo megi verða þurfa þau að sigra leiki sína í kvöld. Að öðrum kosti þurfa Vesturlandsliðin að stóla á úrslit annarra leikja, eða öllu heldur úrslit leiks Hattar og Breiðabliks sem fram fer á Egilsstöðum.

 

 

Þar sem Hattarmenn hafa betri innbyrðis stöðu gagnvart liði Skallagríms úr leikjum tímabilsins, þá munu þeir verða sæti ofar endi liðin jöfn að stigum eftir leiki kvöldsins. Ef Borgnesingar tapa á Ísafirði og Hattarmenn sigra heimaleik sinn verður annað sætið Hattar og það þriðja Skallagríms. Verði þetta raunin munu Borgnesingar mæta liði Hamars frá Hveragerði, sem er öruggt með fjórða sætið, í umspilinu.

 

Lið ÍA þarf einungis að vinna Ármenninga til að gulltryggja sér sæti í umspili. Skagamenn hafa umtalsvert betri innbyrðis stöðu gagnvart Blikum eftir stórsigur liðsins á Kópavogsbúum á heimavelli í síðustu umferð. Ef Breiðabliksmenn vinna Egilsstaðabúa hins vegar fyrir austan á meðan Ármenningar vinna Skagamenn í kvöld kemst Breiðablik áfram.

 

Ef-in eru því mörg í huga vestlenskra áhugamanna um körfubolta fyrir leiki kvöldsins. Flestir þeirra gera sér þó vonir um að niðurstaða lokaumferðarinnar verði sú að Vesturlandsslagur Skallagríms og ÍA verði á dagskrá í fyrri umferð umspilsins. Þá verður án efa hart barist og ekki síður vel mætt á pallana.

 

Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leikjunum á heimasíðu Körfukattleikssambands Íslands á www.kki.is í kvöld. Textalýsingin hefst um leið og leikirnir hefjast.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is