Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. mars. 2012 10:10

Starfsemi endurvakin í fyrrum húsnæði Trésmiðju Þráins á Akranesi

Trésmiðjan TH ehf., sem var með höfuðstöðvar á Ísafirði og útibú á Akranesi, var tekin til gjaldþrotaskipta seint á síðasta ári og lagðist um leið af starfsemi fyrirtækisins. Trésmiðja Hnífsdals keypti fyrir nokkrum árum eignir þrotabús Trésmiðju Þráins Gíslasonar ehf. á Akranesi, en sú trésmiðja hafði m.a. tækjakost á landsvísu til innréttingasmíði. Skiptastjóri þrotabús TH ehf. er Tryggvi Guðmundsson hdl. hjá PACTA lögmönnum á Ísafirði en honum til aðstoðar við ráðstöfun eigna þrotabúsins hefur verið Jón Haukur Hauksson lögmaður hjá PACTA á Akranesi. Eftir flókið söluferli og samningaviðræður hafa nú tekist samningar um sölu á vélum og tækjum þrotabúsins á Akranesi, eignum sem áður tilheyrðu Trésmiðju Þráins. Starfsemi mun því hefjast að nýju í húsunum á næstu dögum með fjölda starfsmanna.

 

 

 

 

Kaupandinn er félag í tengslum við SS verktaka ehf. en það fyrirtæki hefur töluvert starfað á Akranesi, byggði meðal annars Akraneshöllina, verslunarmiðstöðina við Þjóðbraut 1 og verslunar- og fjölbýlishúsið við Kirkjubraut 12. Að sögn skiptastjóra mun kaupandinn, auk þess að kaupa vélar og tæki, ganga frá leigu á verkstæðishúsi við Hafnarbraut og Vesturgötu af Byggðastofnun, með möguleika á kaupum í framtíðinni.

 

„Það er afar ánægjulegt að í þessu söluferli hefur með samvinnu þrotabúsins og veðhafa, m.a. Byggðastofnunar og Íslandsbanka f.h. Ergo fjármögnunar, tekist að tryggja áframhaldandi starfsemi trésmiðjunnar á Akranesi. Áður seldi þrotabú TH vélar og tæki í trésmiðjunni á Ísafirði, þar sem fyrrum starfsmenn keyptu og hafa þegar hafið starfsemi,“ segir Jón Haukur Hauksson lögfræðingur í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is