Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. mars. 2012 05:44

Biskupsefni kynnt á lokuðum fundi

Kjörgögn vegna kosningar nýs biskups á Íslandi voru send til um 500 kjósenda fyrir helgi. Frestur til að skila atkvæði er til 19. mars nk. Atkvæði póstlögð eftir þann dag verða ekki talin gild. Átta prestar hafa boðið sig fram til embættis biskups. Biskupsefnin hafa síðustu daga haldið kynningarfundi um landið og meðal annars var einn slíkur fundur haldinn í Borgarnesi sl. miðvikudag. Fjölmiðlar voru ekki boðaðir þangað né látið vita um að fundurinn færi fram. Þannig má segja að ákveðin leyndarhyggja hvíli yfir væntanlegri biskupskosningu einkum er snýr að kynningu frambjóðenda gagnvart almenningi. Einungis voru þeir boðaðir á fundinn sem eru á kjörskrá á Vesturlandi. Eftir að breyttar reglur um kjör biskups voru samþykktar eiga m.a. prestar, formenn sóknarnefnda og varaformenn sóknarnefnda fjölmennustu sókna höfuðborgarsvæðisins, rétt til að kjósa biskup, eða 500 manns eins og áður segir.

 

 

 

 

Stefnt er að talningu atkvæða í biskupskjöri föstudaginn 23. mars. Hljóti enginn einn frambjóðanda meirihluta atkvæða verður önnur umferð þar sem valið verður milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð kosningarinnar. Þá verður stefnt að biskupsvígslu sunnudaginn 24. júní í sumar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is