Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2012 08:01

Skyrkonfekt frá Erpsstöðum hlýtur hönnunarverðlaun

Árleg vöruhönnunarverðlaun tímaritsins Reykjavík Grapevine voru afhend í annað sinn sl. föstudag í húsakynnum Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Skyr Konfekt frá Erpsstöðum í Dölum, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og arkitektastofan KRADS hlutu verðlaunin að þessu sinni, í flokkunum vörulína ársins, vara ársins og verkefni ársins.  Ragnheiður Ösp og vörulína hennar átti að mati dómnefndar vörulínu ársins, en hún á heiðurinn af NotKnot koddum úr ull. Fyrir verkefni ársins fékk arkitektastofan KRADS viðurkenningu fyrir samstarfsverkefni við LEGO. Fyrir vöru ársins hlaut hópurinn að baki Skyr Konfekti frá Erpsstöðum viðurkenningu, en Skyr Konfekt er skilgetið afkvæmi Bændaverkefnisins og hafði það að markmiði að örva bændur til þess að skapa nýjar vörur í samstarfi við hönnuði. Í rökstuðningi sínum segir dómnefnd að Skyr Konfekt sé vel úthugsað dæmi um það gagn sem hönnun getur gert samfélaginu, smekkleg og góð vara sem gerð er úr staðbundnu og lífrænu hráefni. Konfektið státar þar að auki af bráðfallegum umbúðum sem henta innihaldinu einstaklega vel, segir í rökstuðningi dómnefndar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is