Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2012 10:02

Sigríður Víðis hlaut verðlaun Hagþenkis

Bókin Ríkisfang ekkert, saga flóttafólksins sem kom frá Írak til Akraness, hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og dóma frá því bókin kom út sl. haust. Höfundarinn Sigríðar Víðis Jónsdóttur tók við viðurkenninu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, í Þjóðarbókhlöðunni sl. miðvikudag. Tíu bækur og fræðirit voru tilefnd til verðlaunanna að þessu sinni. Viðurkenningarráð Hagþenkis, sem skipað er fimm fræðimönnum úr jafnmörgum greinum, segir í dómi um bókina Ríkisgang ekkert: „Metnaðarfullt verk sem samþættir með upplýsandi og áhrifamiklum hætti lífshlaup einstaklinga og sögulega atburði sem þeir hafa litla sem enga stjórn á.“

 

 

 

 

 

Dr. Unnur Birna Karlsdóttir formaður viðurkenningarráðsins segir: “Hér er fjallað um heiminn og stöðu fræðimannsins í honum. Verkefni fræðimanna felst einmitt í því að berjast við gleymskuna, horfa á heiminn gagnrýnum augum, halda sögu og atburðum til haga og að taka hinn flókna veruleika sem blasir við og koma honum með tiltölulega einföldum hætti á framfæri svo að hann verði okkur skiljanlegri. Með öðrum orðum: Fræðimaðurinn fæst við að hjálpa okkur að skilja heiminn og taka afstöðu til hans. Og það er einmitt það sem Sigríður Víðis Jónsdóttir gerir. Hún tekur gríðarlega flókna sögu, fulla af pólitískum flækjum, blóðbaði og mannlegum harmleik, og setur hana fram af slíkri einlægni og ritfimi að skilningur okkar á efni sem hefur dunið í eyrum okkar í fréttatímum árum og áratugum saman eykst til muna. Margir munu eflaust líka geta glaðst með sjálfum sér eftir lestur bókarinnar að finna fyrir meðlíðan og virðingu fyrir þeim konum sem rekja örlög og sögu sína og fjölskyldna sinna í bókinni. En það er einmitt þetta atriði, samkennd með meðbræðrum okkar og systrum sem heldur heiminum saman og gerir hann mennskan. Ritið er þannig lóð á vogarskálar mennskunnar í heiminum. Ekki lítið markmið en í bókinni Ríkisfang: Ekkert hvikar höfundur sér hvergi undan að takast á við það,” segir Unnur Birna.

 

Sigríður Víðis segist mjög þakklát og þessi viðurkenning skipti sig miklu máli. Hagþenkir sé virt félag sem rýni í bókina sem fræðiverk. “Ég var hissa þegar ég var tilnefnd til þessara verðlauna á sínum tíma og hoppaði þá í hæð upp,” segir Sigríður Víðis Jónsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is