Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2012 01:01

Karvel ráðinn landsráðunautur í svína- og alifuglarækt

Karvel Lindberg Karvelsson búfræðikandidat og fyrrverandi svínabóndi á Hýrumel í Borgarfirði er nýtekinn við starfi landsráðunautar í svína- og alifuglarækt hjá Bændasamtökunum . “Mér líst mjög vel á þetta starf. Ég held að ennþá séu vannýtt tækifæri í svína- og alifuglarækt á Íslandi og þessar greinar standi vel faglega,” segir Karvel. Hann lauk kantidatsnámi sínu við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og í Kaupmannahöfn vorið 1999. Karvel segist snemma hafa fengið mikinn áhuga fyrir svínaræktinni. “Þessi búgrein var í mikilli sókn um og fyrir aldamótin og mér fannst og finnst enn miklir framtíðarmöguleikar felast í henni,” segir Karvel. Hann segir að núna sé til dæmis á döfinni að prófa eldi svína utanhúss á Íslandi.

Aðspurður segist hann þekkja svínaræktina nokkuð vel bæði úr námi og hafa verið svínabóndi í nokkurn tíma. “Búreksturinn og framleiðsluferlið er að sumu leyti líkt í svínunum og alifuglaræktinni, en það eru ákveðnir þættir í alifuglarækt sem ég þarf að setja mig sérstaklega inn í,” segir Karvel sem er fæddur og uppalinn á Akranesi og býr þar nú, eftir að hafa verið búsettur á Hýrumel frá árinu 1999 og fram á síðasta ár. Með starfi sínu leggur Karvel stund á nám í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is