Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2012 04:09

Búist við betri vorlykt í Kolgrafafirði

Eins og Skessuhorn greindi frá nýverið þá er Kolgrafafjörður á Snæfellsnesi pakkfullur af síld. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunnar þá er í firðinum þessa dagana um 280.000 tonn af síld. Að sögn Bjarna Sigurbjörnssonar bónda á Eiði í Kolgrafarfirði er fjörðurinn líkastur ævintýraveröld í logni. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að fjórir til fimm ernir haldi til skammt frá bænum og nærist á síld. Sjái hann til arna um 20 sinnum á dag. Mikið fuglalíf er innan við brú þar sem síldartorfur halda sig og sé sérstaklega athyglisvert að sjá súluna stinga sér til veiða.

Háhyrningar hafa hins vegar haldið sig til hlés undanfarið.

Bjarni segir að í fyrra hafi mikið af síld drepist í fjörunni og hafi af þeim sökum lagt mikinn og illan daun um fjörðinn, sérstaklega þegar hitnaði í veðri síðasta vor. Þetta hafi valdið íbúum á Eiði miklum óþægindum. Telur Bjarni að sýking í síldinni á liðnu ári hafi átt hlut að máli og orsakað hinn illa daun. Minna sé nú um grút í fjörunni eins og á sama tíma á síðasta ári og segir Bjarni það gefa góð fyrirheit um skárri lykt á komandi vori.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is