Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. mars. 2012 05:01

Skessuhornsmótið í knattspyrnu endurvakið í sumar

Á fyrstu sex árum Skessuhorns stóð fyrirtækið fyrir Vesturlandsmóti í knattspyrnu. Nutu þessi mót töluverðra vinsælda. Til að mynda síðast þegar mótið var haldið, síðsumars árið 2003, tóku 150 vaskir knattspyrnumenn þátt í sextán liðum víðsvegar af Vesturlandi. Þá voru mótin spiluð á æfingasvæði ÍA á Jaðarsbökkum á Akranesi. Nú hefur verið ákveðið að endurvekja mótið og fer það fram í Borgarnesi einn eftirmiðdag á fardögum. Hefur mótsdagur verið ákveðinn fimmtudagurinn 7. júní.

 

 

 

 

Mótið að þessu sinni er haldið í samstarfi Skessuhorns og knattspyrnudeildar Skallagríms sem annast mun skipulagningu og skráningu. Spilað verður á völlum Skallagríms í Borgarnesi. Fyrirkomulag keppninnar verður þannig að sjö manna lið keppa í eigin nafni eða fyrirtækja sem þau geta fengið til stuðnings, gjarnan fyrirtækjahópar. Þátttökugjald verður fimmtán þúsund krónur á lið og þarf að tilkynna þátttöku í síðasta lagi 5. júní en æskilegt að það verði þó gert fyrr. Spilaðar verða 2x10 mínútna leikir. Aldurstakmark verður 16 ár og geta lið verið skipuð leikmönnum af báðum kynjum. Stefnt er að því að mótið hefjist stundvíslega klukkan 17:00 og ljúki samdægurs að úrslitaleik loknum. Í boði verða vegleg verðlaun, veitingar, ferð í sund og heitu pottana og heiðurinn Vesturlandsmeistari 2012. Sjúkrabifreið verður á staðnum! Skráning á mótið og nánari upplýsingar er hjá stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms, á netfangið knattspyrna@skallagrimur.is  Þá verður mótið nánar auglýst síðar.

 

Síðast var Skessuhornsmótið spilað í lok ágúst 2003. Í frétt Gísla Einarssonar að afloknum móti sagði m.a.: „Það var lið Vírnets úr Borgarnesi sem sigraði á mótinu með sigurmarki hins bráðefnilega Ólaf Adolfssonar á lokamínútum úrslitaleiksins gegn Bíóhöllinni á Akranesi. Í þriðja sæti varð síðan lið Chelski úr Borgarnesi sem sigraði Isspiss frá Akranesi í vítaspyrnukeppni 10 - 7.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is