Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2012 02:01

Skipuleggja þarf betur refa- og minkaveiðar í Borgarfirði

Birgir Hauksson refa- og minkaskytta og sjómaður frá Vatnsenda í Skorradal hefur fengist við veiðar á tófu og mink undanfarin 25 ár í Skorradal og nágrenni. Að hans sögn hefur fjölgað í stofni þessara dýra í Borgarfirði síðustu misserin sem bitni illa á öðru dýralífi svæðisins svo sem fuglalífi. Sem dæmi voru skotnir 135 minkar á síðasta ári í Skorradal en veiði þar hefur að jafnaði verið 50-60 dýr í meðalári, þrátt fyrir að sömu veiðiaðferðum hafi verið beitt og ekki hafi fjölgað í hópi skyttna. Birgir segir að framkvæmd veiða í öllu héraðinu þurfi að vera miklu markvissari en verið hefur undanfarin ár, sérstaklega síðustu 2-3 ár, ef ná eigi að halda varginum niðri. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við Birgi á dögunum um sýn hans á veiðarnar, framkvæmd þeirra og framtíðarhorfur.

 

 

 

Birgir segir að veiðar á mink og ref í Borgarfirði megi vera mun markvissari og skipulagðari. Þar sem ekkert margra metra straumhart stórfljót nema Hvítá marki Borgarfjörðinn í afgerandi svæði, þá er fjörðurinn og uppsveitir í raun einn heimahagi dýranna. ,,Það næst enginn árangur af veiðunum ef það er bara einn hreppur á samþættu svæði frá náttúrunnar hendi sem stendur fyrir þeim af myndugleika. Ég tek sem dæmi að minna er skotið þessi misserin í Lundarreykjadal. Þar fá dýrin nánast að vera í friði. Síðan koma þau yfir í t.d Skorradal í leit að æti.”

 

Lesa má viðtal við Birgi Hauksson refaskyttu frá Vatnsenda í Skorradal í Skessuhorni sem kom út í dag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is