Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. mars. 2012 06:22

Góðlátlegur rígur um bestu fiskisúpuna á Snæfellsnesi

Fiskisúpa er orðin fastur liður á matseðlum veitingastaða á Snæfellsnesi og ekki bara veitingastaða, heldur einnig á kaffihúsum og hótelum. Oft er það að hræra upp í fiskisúpu það fyrsta sem gert er á veitingastöðum á morgnana, að sögn Þorkels Símonarsonar eiganda gistihússins Langaholts í Staðarsveit, sem einmitt var að hræra upp í súpu þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið síðastliðinn mánudag. Átti von á hópi ferðamanna í mat. Keli segir að algengt sé að ferðamenn velji fiskisúpu í hádeginu og sín á milli keppi kokkar og eigendur veitingastaða á Snæfellsnesi um það hver eigi í raun bestu fiskisúpuna. „Hver og einn er sannfærður um að eiga bestu fiskisúpunna, en frægasta súpan er örugglega súpan hjá Siggu í Fjöruhúsinu,“ segir Keli.

 

 

 

Einhver umræða hefur orðið milli matreiðslumanna á Snæfellsnesi um að markaðssetja þennan góðlátlega ríg, gera meira úr þessari sérstöðu svæðisins. „Það taka nú þegar margir matreiðslumenn þátt í þessu átaki þó það sé einungis á hugmyndastigi ennþá og í raun ekki hægt að tala um átak sem slíkt. Enginn hefur þó eins fiskisúpu og það er það skemmtilega við þetta,“ segir Keli í Görðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is