Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. mars. 2012 01:01

Sameinar hraun og silfur í listsköpun sinni

Þorgrímur Kolbeinsson er 26 ára listamaður sem býr og starfar í Grundarfirði. Hann er oftast kallaður Toggi en gengur einnig undir listamannsnafninu Lavaland. Hann flutti aftur til Grundarfjarðar fyrir um ári og hefur opnað verkstæði þar sem hann hannar og framleiðir skartgripi og ýmislegt annað. Aðspurður um hvernig það hafi komið til að hann blandi saman hrauni og silfri í listsköpun sinni, segir Þorgrímur: „Afi minn, Sigmundur Friðriksson frá Grundarfirði, byrjaði að bræða hraun fyrir mjög mörgum árum og hugmyndin er komin frá honum. Ég hafði líka verið að bræða hraun fyrir frænda minn þegar ég var yngri. Meðan ég afplánaði dóm í hitteðfyrra, var nýbúið að halda þar silfurrnámskeið og ég fór í smiðjuna og byrjaði að dunda við silfursmíði. Upp úr því ákvað ég að reyna að tvinna þetta meira saman; hraun og silfur.“

 

 

  

Þorgrímur hannaði einnig verðlaunagripi fyrir kvikmyndahátíðina Northern Wave sem fram fór í Grundarfirði fyrir skömmu. Fótur verðlaunagripanna var unninn úr bræddu hrauni en efri hlutinn úr áli. „Þetta eru í raun þau efni sem Ísland hefur staðið fyrir á síðastliðnum árum; ál og hraun,“ segir Þorgrímur.

 

Lesa má skemmtilegt viðtal við Þorgrím Kolbeinsson, Lavaland, í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is