Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2012 03:10

Loftorka átti að vera fyrir viðbótar salti í grautinn

Næstkomandi föstudag eru fimmtíu ár liðin frá því fyrirtækið Loftorka var stofnað. Saga Loftorku er nokkuð í takt við stofnun margra þeirra fyrirtækja sem síðar urðu meðal stærri fyrirtækja í landinu. Þetta byrjaði allt saman með því að mágarnir og félagarnir Sigurður Sigurðsson og Konráð Andrésson voru að leita að starfsemi, aukaverki, sem gæti gefið þeim nokkrar krónur til viðbótar svo þeir ættu fyrir salti í grautinn, eins og Konráð orðaði það í samtali við blaðamann Skessuhorns á heimili sínu við Kjartansgötuna í Borgarnesi á dögunum. Konráð sýndi þá blaðamanni innrammað skjal með kaupsamningi. Hann var gerður 16. mars 1962, á sveitarstjórnarskrifstofunni í þáverandi Garðahreppi sem nú er Garðabær.

Konráð og Sigurður voru þá að kaupa af félaginu Gusti, sem var í eigu Sveins Torfa Sveinssonar verkfræðings, loftpressu og krana sem hvorutveggja var byggt á Fordbifreið. Í kaupverðinu, sem var 50 þúsund krónur, fylgdu áhöld sem voru á palli bifreiðinnar. “Á þessum tíma var mánaðarkaupið hjá mér 4.800 krónur, þannig að kaupverðið var tæplega árslaun mín,” segir Konráð.

 

Lesa má fróðlegt tímamótaviðtal við Konráð Andrésson kenndan við Loftorku í Borgarnesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is