Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2012 03:32

Menningarbomba framundan í Hvalfirði

Menningin verður í fyrirrúmi að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd á næstunni. Rekstraraðili Hlaða er Guðjón Sigmundsson, eða Gaui litli, eins og hann er oftast nefndur. Ætlar Gaui að efna til svokallaðrar menningarbombu undir yfirskriftinni „Boðið í betristofu“. Um er að ræða röð skemmtana sem verða haldnar að Hlöðum með reglulegu millibili fram á vor. Að sögn Gauja þá vill hann ekki vera neinn aukvisi þegar kemur að menningartengdri ferðaþjónustu. „Nú geta nærsveitamenn og höfuðborgarbúar gert sér glaðan dag og kíkt upp að Hlöðum því að margir þekktir tónlistarmenn og uppistandarar ætla að troða upp næstu helgar fram á vor,“ segir Gaui litli. Fyrsti menningarbomban í betristofunni að Hlöðum fer fram á morgun, föstudag. Þá stígur á stokk söngvarinn og leikarinn góðkunni Felix Bergsson og syngur lög af nýlegri plötu sinni „Þögul nóttin,“ við undirleik þeirra Jóns Ólafssonar og Stefáns Más Magnússonar. Að auki munu þeir félagar taka önnur lög sem þeir hafa sent frá sér í gegnum tíðina.

 

 

 

Meðal annarra viðburða sem boðið verður upp á í Betri stofunni að Hlöðum er uppistandið „Dagbók Önnu Knúts“ í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar sem fram fer föstudaginn 23. mars og loks fer fram stórdansleikur Sigga Hlö laugardaginn 31. mars. Nánar má lesa um menningarbombu Hlaða á heimasíðu félagsheimilisins, www.hladir.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is