Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2012 04:25

Börnin segja skemmtilegar sögur heima hjá sér

Það þykir hin mesta náðargáfa að geta sagt sögur. Sagt er að fólk hafi hreinlega framfleytt sér hér áður fyrr með því að ganga á milli bæja og segja sögur. Það fékk í svanginn að launum og margt þetta sagnafólk var víða eftirsótt og öðlaðist vinsældir. Sagnafólki hefur fækkað mjög síðustu áratugina og margir óttast að listin að segja sögu sé að deyja út. Sumstaðar hefur þó verið reynt að sporna við þessu, eins og t.d. á Akranesi. Frá haustinu 2008 hefur einn kennari við Grundaskóla á Akranesi haft tvo tíma á viku í stundatöflu sem sagnaþula. Þá fer hann í alla bekki skólans og segir börnunum sögur. Einnig hvetur hann nemendur til þess að endursegja sögurnar heima. Kennarinn sem sinnir þessu göfuga hlutverki er Ragnheiður Þóra Grímsdóttir, en hún er jafnframt einn af sérkennurum skólans.

 

 

 

Ragnheiður Þóra, sem titlar sem sig sem sérkennara og sagnaþulu í símaskránni, segir að þessu hafi verið mjög vel tekið af nemendum og starfsliði skólans. Foreldrar hafi oft samband og hæli sögunum sem börn þeirra hafi komið með heim. “Það eru ekki síst eldri nemendurnir sem finnst sögurnar spennandi og þeir spyrja stundum hvort röðin fari ekki að koma að þeim aftur, en ég skipti því á milli að fara í bekkina.”

 

Lesa má viðtal við sagnaþuluna Ragnheiði Þóru á Akranesi í Skessuhorni sem kom út í dag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is