Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2012 08:01

Matís auglýsir eftir starfsfólki á Snæfellsnes og sunnanverða Vestfirði

Fyrirtækið Matís auglýsir í Skessuhorni vikunnar eftir fjórum einstaklingum til starfa hjá fyrirtækinu, tveimur á Snæfellsnesi og tveimur á sunnanverðum Vestfjörðum. Á heimasíðu Matís er tekið fram að um bæði sumarstörf og störf til lengri tíma sé að ræða. Þar segir einnig að svæðið bjóði upp á ótæmandi tækifæri til matvælaframleiðslu og tengdrar starfsemi. Þar sé að finna hefðbundna útgerð og fiskvinnslu, fiskeldi, kræklingaræktun, skelfisksvinnslu, þang og þaravinnslu, hefðbundinn landbúnað, vinnslu landbúnaðarafurða og fleira. Matís er opinbert hlutafélag sem tók til starfa 2007 og heyrir undir sjávarútvegs- og lanbúnaðarráðuneytið.

Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs með áherslu á nýsköpun og verðmætaaukningu með samvinnu við innlenda matvælaframleiðendur og rannsóknaraðila ásamt fleiri aðilum sem koma beint og óbeint að matvælaiðnaði hér á landi.

 

Að frumkvæði þróunarfélagsins

Sturla Böðvarsson framkvæmdarstjóra Þróunarfélags Snæfellinga og fyrrverandi ráðherra, segir að umrædd starfsemi sé til komin að frumkvæði þróunarfélagsins og sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. „Þetta er árangur samstarfs Þróunarfélags Snæfellinga, sveitarfélaga og Matíss að setja upp starfsemi sem er til þess ætluð að aðstoða fyrirtæki á Breiðafjarðarsvæðinu við að auka verðmæti afurða.“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir þetta verkefni vera mjög spennandi fyrir allt Snæfellsnes. Hann segir einnig að starfsemi Matíss hafi vantað á svæðið, enda sé mikil og fjölbreytt matvælaframleiðsla til staðar bæði sunnan og norðan Breiðafjarðar.

 

Staðsetning ákveðin síðar

Haraldur Hallgrímsson, fagstjóri viðskiptaþróunar hjá Matís, segir að verkefnið sé sett upp tímabundið til að byrja með og ákveðið verði með framhaldið eftir því hvernig það gangi. Einnig segir hann að Matís sé ekki tilbúin að festa niður nein tímamörk né staðsetningu starfsstöðva, ef til þess kemur, að svo komnu máli. „Það hefur verið mikill metnaðar hjá heimamönnum að fá Matís á svæðið og við erum alltaf tilbúin til að vinna með metnaðarfullu fólki með mikinn drifkraft í því sem það er að gera og þessi drifkraftur er tvímælalaust til staðar. Markmið okkar er að reyna að auka verðmætasköpun á svæðinu í samstarfi við atvinnuvegina en þó munum við ekki afmarka verkefni okkar á svæðinu við það,“ segir Hallgrímur. Verkefnið er enn í þróun en áherslan, til að byrja með, verður lögð á þróun í fiskvinnslu á Snæfellsnesi og í fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is