Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. mars. 2012 12:01

Þroskandi að takast á við nýja hluti

Ragnheiður Karítas Pétursdóttir hefur verið prestur á Snæfellsnesi síðan 2003 er hún, fyrst kvenna, vígðist í Ingjaldshólsprestakall. Þar hefur hún starfað síðan en tók síðan við stærra prestakalli þegar Ingjaldshóls- og Ólafsvíkurprestaköll voru sameinuð. Nú hefur hún ákveðið að söðla um, hverfa til starfa í Noregi í lok mars. Verður með kveðjumessu sína í Ólafsvíkurkirkju 18. mars og fermir einn hóp í Ingjaldshólskirkju 25. mars. Ragnheiður er fædd og uppalin í Reykjavík, nánar tiltekið í Safamýrinni. Hún gekk í Álftamýrarskóla og eftir venjubundið skyldunám var haldið í Iðnskólann til að læra hárgreiðslu og síðan starfað við iðnina í mörg ár. Svo kom að því að löngun varð fyrir breytingu.

„Ég var alltaf ákveðin í að breyta um starfsvettvang, læra meira það var bara spurning hvað,“ segir Ragnheiður Karítas þegar spurt er um þessa vinkilbeygju úr hárgreiðslu yfir í prestsdóm. „Ég var að kynna mér ýmsa hluti í Háskóla Íslands og til að byrja með fannst mér djáknanámið heillandi en ákvað síðan að fara í embættisnám sem ég fann mig strax vel í. Þar stundaði ég nám frá árinu 1994 til 1999. Á tímabilinu fór ég einnig til Madrídar á Spáni sem skiptistúdent og kynnist þá þeirri menningu sem þar er og æfðist vel í spænskunni sem ég skildi vel en vantaði talþjálfun. Eftir að hafa lokið prestsnáminu fór ég aftur til Spánar og tók þar nám í sálgæslu og var síðan fararstjóri um nokkurn tíma á Spáni og í Portúgal. Ég varð alveg heilluð af Spáni, menningunni og lífinu, og hefði líklega sest þar að, ef ég hefði ekki vígst að Ingjaldshóli, 29. júní 2003.“

 

Ragnheiður Karítas mun kveðja söfnuð sinn í messu í Ólafsvíkurkirkju á sunnudaginn. Messan hefst klukkan 14:00.

 

Lesa má viðtal við sr. Ragnheiði Karítas Pétursdóttir í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is