Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2012 09:01

Hráefni úr heimabyggð

Við undirritun samnings í Bjarnarhöfn í liðinni viku, sem leggur drög að stofnun Svæðisgarðs á Snæfellsnesi, vakti veisluborðið athygli. Það var Narfeyrarstofa í Stykkishólmi sem átti veg og vanda að því. Á boðstólnum voru réttir sem unnir eru úr hráefni sem aflað er á Snæfellsnesi og í nágrenni. Meðal rétta má nefna bláskel, byggkex í skyrsósu, skötusel, reyktan og marineraðan skarf, kartöflur frá Hraunsmúla og steiktan beltisþara. Auk þess voru réttirnir framreiddir í borðbúnaði sem búinn er til af fyrirtækinu Leir 7 í Stykkishólmi. Það er leirlistakonan Sigríður Erla Guðmundsdóttir sem hannaði og bjó til borðbúnaðinn sem unnin er úr leir frá Fagradal á Skarðsströnd. Í Narfeyrarstofu eru réttir framreiddir í þessum sérhannaða borðbúnaði. Því má segja að framreiðsla þessi hafi í senn borið fagurt vitni möguleikum Snæfellsness til hráefnaöflunar, matreiðslu og listsköpunar.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is