Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. mars. 2012 04:15

Stórlega dregur úr vímuefnaneyslu, reykingum og drykkju ungmenna á Akranesi

Vorið 2011 framkvæmdi fyrirtækið Rannsóknir og greining könnun á vímuefnaneyslu ungs fólks á Akranesi. Rannsóknin var lögð fyrir ungmenni í 8., 9. og 10. bekk á landsvísu og úr henni fengust yfir tíu þúsund gild svör. Rannsókn þessi hefur verið framkvæmd flest ár síðan 1997. Nú hafa niðurstöður rannsóknarinnar verið birtar og samkvæmt þeim virðist staðan á Akranesi vera betri en mælist á landsvísu, en neysla ungs fólks á vímuefnum fer þó minnkandi á landsvísu samkvæmt þessari rannsókn. Á landsvísu segjast 9% svarenda hafa orðið ölvaðir síðastliðna 30 daga, en árið 2010 var sú tala 16%. Þegar litið er til daglegra reykinga nemenda í 10. bekk fer hlutfallið á Akranesi úr 7% árið 2010 niður í 1% árið 2011. Á landsvísu fer sama hlutfall úr 7% niður í 5%, en vert er að benda á að árið 1998 var hlutfall þeirra sem reyktu daglega 24%.  Árangurinn þar er því mikill.

 

 

 

 

Hlutfall nemenda í tíunda bekk sem hafa prófað hass um ævina fer bæði lækkandi á Akranesi sem og á landsvísu. Á milli ára fer hlutfallið á Akranesi úr 5% niður í 1% og á landsvísu úr 6% niður í 3%. Árið 1998 var hlutfall nemenda sem höfðu prófað hass á landsvísu 17% og á Akranesi árið 2000 var það 20%. Nemendur tíunda bekkjar á Akranesi voru einnig spurðir út í hvort þeir hefðu drukkið (oft eða stundum) á tilteknum stöðum. Nemendur sem hafa drukkið heima hjá sér fjölgar úr 1% í 4%, en spurðir hvort þeir hafi drukkið heima hjá öðrum lækkar hlutfallið úr 17% í 10%. Jafnframt lækkar hlutfall tíundu bekkinga sem hafa drukkið á skemmtistað eða pöbb úr 10% í 4%.

Að sögn Heiðrúnar Janusdóttur, verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála á Akranesi er verið að vinna úr könnun sem gerð var í janúar og febrúar á þessu ári og verða þær niðurstöður birtar með vorinu. „Staðan hér á Akranesi í þessum efnum er mjög góð og í samræmi við þá tilfinningu sem við höfum. Þessar góðu niðurstöður frá síðasta ári má þakka foreldrum fyrst og fremst en foreldrar eru þeir sem eru bestir í forvörnum. Athygli vekur þó að fleiri virðast fá að neyta áfengis inni á heimilum sínum en áður en þar fer hlutfallið úr 1% í 4% á milli áranna 2010 og 2011. Árið 2008 var þessi tala hins vegar núll prósent. Hins vegar er ánægjulegt að öflugt eftirlit hefur skilað því að mun færri virðast komast inn á veitingastaði en þar lækkar talan úr 10% niður í 4% á milli ára. Þessi tala var 4% árið 2007 og 2,5% árið 2008. Rétt er að taka fram að ekki er spurt í könnuninni hvort veitingastaðirnir séu í eigin bæjarfélagi eða annars staðar,“ segir Heiðrún sem almennt kveðst ánægð með niðurstöðuna meðal ungmenna á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is