Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2012 01:01

Sagnakvöld á Hvanneyri til heiðurs Gunnari Bjarnasyni

Í safna- og menningarhúsinu Halldórsfjósi á Hvanneyri verður fimmtudagskvöldið 29. mars nk. haldin sagnavaka til heiðurs Gunnari Bjarnasyni fyrrum hrossaræktarráðunauti. Hefst vakan klukkan 20:00. Þar sem margt er á döfinni í menningunni er vert að minna á spennandi atburð með góðum fyrirvara. Á sagnakvöldinu koma þjóðþekktir sagnaþulir og spaugarar sem flestir þekktu Gunnar af eigin raun sem nemendur hans frá Hvanneyri. Má þar nefna snillinga eins og Guðna Ágústsson, Sigga Sæm, Einar á Skörðugili og Valda Roy. Einnig láta ljós sitt skína menningarvitar á borð við Gísla Einarsson og Bjarna Guðmundsson safnstjóra á Hvanneyri. Auk þess mun karlakórinn Söngbræður koma fram. Léttar veitingar verða í boði og léttur aðgangseyrir sem allur rennur í sjóð til að reisa minnisvarða á vori komanda til heiðurs hinum mikla meistara. Það er Bjarni Þór Bjarnason listamaður á Akranesi sem byrjaður er á gerð minnisvarðans.

 

 

 

Gunnar Bjarnason þekkja hestamenn. Hann var fremstur meðal jafningja í að skapa hið stórkostlega ævintýri um íslenska hestinn. Hann kynnti hestinn um lönd og álfur, beitti sér fyrir stofnun Landssambands hestamanna og skipulagði fyrsta Landsmótið á Þingvöllum 1950 auk þess að stofna FEIF, alþjóðasamtök um íslenska hestinn, ásamt félögum sínum í Evrópu. Hann var hrossaræktarráðunautur og kennari á Hvanneyri um árabil. Nemendur hans minnast hans sem hugmyndaríks og drífandi kennara sem átti það til að tala af slíkum eldmóði að nærstaddir tókust á loft. Í tímum var yfirleitt ekkert talað um það sem stóð í kennsluheftinu en menn lærðu samt. Hann var sagnaþulur af guðs náð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is