Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2012 01:25

Fasteignasalar spá flestir að fasteignaverð fari hækkandi

Nýverið kom fram að Íslandsbanki spáir 16% hækkun húsnæðisverðs næstu tvö ár. Miðað við verðbólgu undanfarið er það lítið meiri hækkun en sem nemur vísitöluhækkun. Þessi spá bankans er mun varfærnari um hækkun fasteignaverðs en nýverið kom fram í könnun meðal Félags fasteignasala.  Þar mældu þeir líkur um þróun fasteignaverðs næstu þrjá mánuði; þ.e. mars til maí. Í könnun Félags fasteignasala er húsnæði skipt í þrjá flokka, þ.e. einbýlishús, par/raðhús og fjölbýlishús.  Mikill meirihluti þeirra spáir að fasteignaverð muni hækka eða standa í stað næstu þrjá mánuði. Í flokki einbýlishúsa spá 4% fasteignasala því að verð lækki mikið, 4% nokkurri lækkun, 57% spá óbreyttu verði og 35% að verð hækki nokkuð. Enginn spáir mikilli hækkun á markaði.

Í flokki par- og raðhúsa spá 4% fasteignasala að verð lækki mikið, 4% nokkurri lækkun, 62% spá óbreyttu verði og 30% að það hækki nokkuð. Loks í flokki fjölbýlishúsa spá 6% fasteignasala mikilli lækkun, 2% nokkurri lækkun, 51% óbreyttu verði og 41% nokkurri hækkun. Enginn fasteignasali taldi miklar hækkanir verða á húsnæðisverði næstu þrjá mánuði, en sá svarmöguleiki var einnig tækur.

 

„Með könnun sem þessari fæst sýn fasteignasala sem stöðugt mæla púlsinn á markaðinum og þekkja hann betur en nokkur af greiningardeildum bankanna. Ég tek a.m.k. mjög mikið mark á þeirri sýn sem liggur í afstöðu fasteignasala enda fyrri kannanir sýnt fullt tilefni til þess. Helstu áhrifaþætti um útlit fasteignaverðs töldu fasteignasalar núna vera óvissu og að fólk vildi bíða og sjá hvað yrði,“ segir í tilkynningu frá Grétari Jónassyni framkvæmdastjóra Félags fasteignasala.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is